Byggja upp vöðva, byrja þá hvíldur, að æfa slökun, og teygjur, stilla líkamann í frjálsa slökun og það form, sem er æskilegast og hindrar ekki blóðflæði eða öndun. Æfa öndun. Út öndunin, þarf að vera ákveðin, og þá kemur innöndun af sjálfu sér.

Þjálfarinn

Gamli púkinn, nú staðreynda trúarmaðurinn í okkur. Hann er alltaf fastur í núinu, og reyndar veit hann ekki um nema brot af nú þekkingunni.

Þetta verður til þess að hjá honum fer allt á hraðferð aftur á bak, jafnvel það sem hann hefur, glatast.

Þetta er líkt og að nota ekki talenturnar, þá tínast þær. Ef þú notar talenturnar, eiginleikana sem þér eru gefnir, þá færð þú meira, og ef þú leitar áfram, færðu ennþá meira.

Ef þú villt byggja upp vöðva, byrja þá hvíldur, að æfa slökun, og teygjur, til að stilla líkamann í frjálsa slökun og það form, sem er æskilegast og hindrar ekki blóðflæði eða öndun.

Einnig verður að æfa innöndun, og útöndun. Út öndunin, þarf að vera, aðeins í að vera meiri, og þá kemur innöndunin af sjálfu sér.

Alls ekki þenja út brjóstið, og vera svo slakur í innöndun, það getur fest brjóstkassann í uppblásinni stöðu.

Til að líkaminn, hryggurinn sé réttur er gott að leggjast á gólfið og láta hrygginn slakast að gólfinu og axlirnar, herðablöðin eiga einnig að slakast niður að gólfinu.

Hreyfa armana frá síðunum í það að vera beint út frá síðunum, öxlunum, og svo áfram þar til að þær koma saman aftan við höfuðið, allt í slökun.

Síðan að æfa að teygja alla anga í slökun.

Þegar líkaminn hefur vanist því að vera beinn slakur og frjáls, þá er tími til að byrja að æfa.

Aldrei að spenna vöðvana þannig að það stöðvi blóðflæði, þá stöðvast fóðrun til frumanna, og þær geta ekki byggt sig upp.

Það á að æfa í frjálsri slökun, þannig ná frumurnar að byggja sig upp.

Egilsstaðir, 31.03.2018 Jónas Gunnlaugsson

Egilsstaðir, 10.08.2018 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jónas. Þetta er akkúrat málið. Móðir mín sáluga sagði alltaf anda djúpt þegar ég var einhvað spenntur sem krakki. Ég held þessari speki við og segi þetta stundum við barnabörnin mín.  

Valdimar Samúelsson, 11.8.2018 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband