Sett á blog: Bjarne Örn Hansen
https://oehansen.blog.is/blog/oehansen/entry/2213997/
Forvitnilegt hjá þér meistari.
Ég hef helst þá skoðun að hugmyndaheimur hvers manns, það sem hann sér og heyrir og telur vera, er hans trú.
Þá er trúlaus maður ekki til, og maður sem telur sig vera trúlausan, hann einfaldlega trúir því, og þá er það hans trú.
Sá sem trúir á efnisheim, þrívíðan tíma, hefur lokað sig af, eins og flestir, en horfir þá ekki til 11 víddanna, sem reiknimeistarar nota stundum.
Þegar einhver heimtar að fá að sjá og skilja Guð, þá er það smá erfiðleikum bundið, okkur vantar skilninginn, í víddunum, og þess vegna í fjölvídda tímanum.
Með öðrum orðum við getum ekki einu sinni skilið orðið Guð.
Ef við gerum ráð fyrir því að við höfum skilið að allt er skapað af andanum, Guðs-andanum, leit-andanum, sem sækist eftir breytingu, vill til dæmis laga heiminn.
Þá má búast við því að þú finnir lausnir, vegna þess að andinn fór að leita.
Nikola Tesla kunni að leita í kjarnanum, og jós yfir okkur hugmyndum og framkvæmdi þær, til að mannlífið gæti orðið betra, og að maðurinn gæti orðið sáttari.
Stór hluti af velgengni í þessum heimi í dag, er frá Nikola Tesla kominn.
Hann byggði orku turn, og vildi útvega öllum ókeypis orku, og setti hann loftnet á bílinn sinn og keyrði um allar sveitir á þessari orku.
Þegar orkulinda eigendur komust að því að ekki væri hægt að rukka fyrir orkuna, þá létu þeir brjóta orkuturninn niður.
Nikola Tesla sagði að allt lifði áfram í ljósheimum, að loknu þessu lífi í efnisheimum.
Nikola Tesla sagði einnig, að nokkrir hefðu skilið gangverkið, framlífið, til dæmis Jesú og ýmsir aðrir.
Okkur var aldrei kennt það sem nú er haft eftir Nikola Tesla, og gátum ekki borið það saman við námsefnið.
Er námsefnið frá tveimur áttum, frá sannleikanum, og frá lyginni?
Erum við uppbyggðir, af sannleika og að hinu leitinu, lygi.
Það að setja í okkur sannann hugmyndaheim, til að lifa eftir skipti öllu máli.
Sá sem vill hafa okkur í fjósinu áfram, vill að við trúum því sem er ekki satt.
Við sjáum það nú, að bæði Nikola Tesla og Jesú, voru að kenna okkur sannleika, vísindi.
Verð að hlaupa.
Egilsstaðir, 01.04.2018 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.