Flóð í Lagarfljóti, 13.11.1968, Laga.

 Flóð í Lagarfljóti,

13.11.1968

Bætt hér inn skýringum, 02.10.2017

Í vinnslu

Tíminn, 14.11.1968

 

“Síðari hluta dags (13.11.1968) jókst flóðið enn og brúin (Lagarfljótsbrúin) nær alveg í kaf.”

 

“Ófært er kringum Hallormsstað.”

(hér flæða lækir í kring um Hallormsstað.jg)

 

Tíminn, 15.11.1968

 

“Flóðið í Lagarfljóti rénaði svolítið í dag (14.11.1968 )og er fært stórum bílum yfir brúna. 

“Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði í dag (14.11.1968), að heldur hafi sjatnað í Lagarfljóti síðari hluta dags. Í morgun var með öllu ófært yfir brúna og flæddi yfir veginn a nær 400 metra kafla, og var þar hnédjúpt vatn.”

 

“Helmingur Egilsstaðakauptúns (hér á að vera Lagarfljótsbrúar eða

Egilsstaðaflugvallar eða Egilsstaðatúns, trúlegast, jg) var undir vatni í morgun (14.11.1968) og flæddi þá yfir báða enda flugbrautarinnar.”(gamla flugbrautin jg)

(Innskot mín eru innan sviga.)

 

Hér er reynt að finna í blöðunum frá 13-15.11.1968, setningar sem

best lýsa hæsta vatnsborði við Lagarfljótsbrú.

 

Á þessum tíma var Lagarfljótsvirkjun ekki komin og var farvegurinn þar að

minnsta kosti 2 metrum lægri en nú.

 

Mesta flóðið kemur eftir að dimmt er orðið og ófært að fara frá Egilsstöðum út að brúnni í myrkrinu.  Myrkur er komið kl. 17:00

 

Þetta gerði það að verkum, að trúlega sáu engir frá Egilsstöðum, hámarks flóðið við Lagarfljótsbrúna.

Hákon Aðalsteinsson lögreglumaður, lokaði veginum út á nesið, að Lagarfljótsbrúnni á meðan bjart var, og fram á næsta dag, veit ekki hvenær var opnað. 

Sá sem þetta ritar hefur minningu, sem getur passað við flóðið 13.11.1968, um að hafa farið með ljós niður að fljótinu innan við Egilsstaðavíkina og nálgaðist flóðið þar stein sem ég hef til viðmiðunnar um þetta flóð.

(Það var kol niða myrkur, þoka, vatnið gráleitt, og ransakandi viðhafði mikla varúð, til að lenda ekki í skurð eða lægð, og þá út í vatnið, og sjá þá ekki neitt. Hræddur, já.) 

 Vatnshæðin gat verið meiri síðar um kvöldið eða um nóttina.

 

Einnig er minning um að sagt hafi verið að mælar hafi verið óvirkir og ekki mælt flóðið.

(Við nefnum engin nöfn, en þessi hafði 100% þekkingu á mælinga málefninu, og þetta sem kemur núna er ekki frá honum, að betra sé að giskað sé af einhverjum, sem þekkja til málefnisins, ágiskarar höfðu ekki mínar upplýsingar á ágiskunartíma.jg)

Haft var á orði, að flætt hefði eftir skurði, nánast inn að söluskála Esso á

Egilsstöðum, ég sá það reyndar einnig sjálfur.

 

Egilsstöðum, 03.03.2003

Jónas Gunnlaugsson

 

Steinninn og staða vatnsborðs, 13.11.1968 einhversstaðar á neðsta strikinu í grasinu.

Myndin er frá flóðinu 13.10.2002

slóð

Skoða stein og strik

Nánar

 

Steinninn og staða vatnsborðs, 13.11.1968 einhversstaðar á neðsta strikinu í grasinu. (í mínum huga ca. 70 centimetrar frá steini. jg)

Myndin er frá flóðinu 13.10.2002, en þá var straumur í kringum Lagarfljótsbrúna, sem segir okkur að þar var halli á vatninu og vatnshæðin lægri en inni við Egilsstaðabúið.

 

Í seinna flóðinu, 30.11.2002 var engin straumur sjáanlegur við Lagarfljótsbrú, nánast eitt stöðuvatn út að

Straumi og jafnvel út að Lagarfossi.

 

Þá var komin  sama vatnshæð inni við Egilsstaðabúið og við Lagarfljótsbrú. Þessar langvinnu rigningar

höfðu náð að fylla Lagarfljótssvæðið frá Lagarfljótsbrú að Straumi og Lagarfossvirkjun, tregðan á

rennsli var þá þar út frá.

 

Engin vatnshæðarmælir er á Leginum, svæðinu frá 1000 metrum innan við Lagarfljótsbrú að brúnni

yfir Fljótið, Jökulsá í Fljótsdal.

 

Vatnshæð í Leginum er meiri en við Lagarfljótsbrúna við Egilsstaði, ef straumur er við brúna.

 

 

Ríkisútvarpið, 13.11.1968

Innlendar Miðaftansfréttir,   (klukkan 15.00)

Síðustu tvo sólarhringa hefur ringt óvenju mikið á Héraði, einkum syðst. –Þessu úrfelli hefur fylgt

fimm til tíu stiga hiti, en mikill snjór var komin í fjöll svo vatnagangur er orðinn gífurlegur.- Ár hafa

vaxið og flætt yfir bakka sína, skorið sundur vegi ogskemmt brýr, einkum í Skriðdal, Skógum og Fljótsdal.

Skriðuklaustursnes er algjörlega á kafi , Valþjófsstaðanes að mestu og vegir sjást ekki á þessu svæði.-

Barnaskólinn og Húsmæðraskólinn á Hallormsstað eru umflotnir vatni, Staðará hefur farið úr farvegi

sínum og sömuleiðis Hafursá.- Vatnsdalsá og Haugá hafa flætt yfir bakka sína, brotið úr vegum við brýr og

víðar.- Áin Jóka hefur farið úr farvegi sínum fyrir neðan brú og rennur vestur öll nes og Múlaá rennur

einnig yfir öll nes og kemst engin til þess að skoða brúna.- Grímsá flæðir yfir allt nes við Litla-Sandfell

og hefur rofið veg á stóru svæði, en ófært er yfir Grímsárbrú, því áin hefur brotið úr fyllingu austan brúarinnar.-

Fagridalur er ófær vegna vatnavaxta og Lagarfljót hækkar stöðugt og var í þann vegin að flæða yfir veg á löngum

kafla austan brúar, þegar fréttastofan hafði samband við fréttaritara útvarpsins á Egilsstöðum laust fyrir klukkan 15.00 í dag, og voru brúarbitar þá aðeins í 30 til 40 sentimetra hæð yfir vatnsborði.-

Smávegis vegaskemmdir hafa orðið á Fjarðarheiði.-

Bændur á Héraði hafa orðið fyrir miklu tjóni þar sem ár hafa flætt

yfir tún og engi.-

Fé og hestar eru víða í sjálfheldu á hólum og nesjum og eyrum og standa sumstaðar í vatni, og að

sögn fréttaritara útvarpsins á Egilsstöðum óttast bændur, að fjárskaðar hafi þegar orðið.-

Þá hafa orðið skemmdir á símastrengjum og er sambandslaust frá Héraði við Suðurfirði og um tíma var símasambandslaust við Reyðarfjörð, en samband komst á þangað skömmu eftir hádegi.

 

Tíminn, 14.11.1968

Gífurleg flóð og skriðuföll hafa valdið miklum skemmdum á Austurlandi 

Farið var að flæða yfir norðurenda flugbrautarinnar.

Síðari hluta dags (13.11.1968) jókst flóðið enn og fór brúin nær alveg á kaf.

Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði að síðari hluta dags hafi

Lagarfljót farið að flæða yfir veginn við brúna, og séu flóðin jafnvel en meiri eftir því sem ofar dregur.

Ár á Héraði hafa vaxið svo gífurlega að þær hafa flestar eða allar farið úr farvegi sínum og skorið vegi í sundur og skemmt brýr og ræsi.

Ástandið er hvað verst í Skriðdal, Skógum og í Fljótsdal.

Allar árnar í Skriðdal hafa valdið meiri og minni skemmdum. Vatnsdalsá, Haugá og fleiri ár hafa flætt yfir bakka sína og brotið skörð í vegi, skemmt tún á mörgum bæjum.

Eyrarteigsá og  Þórisá  hafa brotið aðfyllingar brúa og óttast er að þær hafi grafið undan stöplunum.

Múlaá flæðir beggja vegna brúarinnar og eru skemmdir þar ekki enn kannaðar.

Grímsá flæðir yfir stórt svæði undir Litla-Sandfelli og hefur tekið veginn af á stóru svæði.

Grímsá hefur brotið niður stóra vegarkafla  ofan við virkjunina og brotið

skarð í fyllingu við brúna.

Ófært er í kringum Hallormsstað.

Skriðuklaustursnes í Fljótsdal er umflotið vatni og eru vegir í Fljótsdal  undir vatni á margra kílómetra svæðum.

Bændur hafa unnið að því að bjarga fé sem flætt var á nesjum og í kvöld var ekki búið að ná því öllu.

Hestar eru í sjálfheldu  á Vallanesi. 

 

Ríkisútvarpið, 13.11.1968

Innl fréttir       Kl.22    (klukkan 22:00)

Mikil flóð og vegaskemmdir hafa orðið á Austurlandi.

Á Djúpavogi hefur ringt mikið undanfarið og keyrði um þverbak í nótt.

Urðu meiri vatnavextir en dæmi er til um í langan tíma, voru Hamarsdalur og Hofsdalur eins og fjörður yfir að líta.

Veginn við Fossárbrú tók af á 30 metra kafla, við Búlandsárbrú er stórt skarð í veginn og varnargarður brast við Hamarsárbrú.

Skemmdir urðu einnig á mörgum stöðum öðrum.

Á Héraði hafa ár vaxið og flætt yfir bakka sína. Barnaskólinn og Húsmæðraskólinn á Hallormsstað voru umflotnir vatni í dag.

Vatnsdalsá og Haugá hafa víða brotið úr vegum við brýr og áin Jóka hefur farið úr farvegi sínum.

Fagridalur er ófær vegna vatnavaxta og Lagarfljót var í örum vexti.

Bændur á Héraði hafa orðið fyrir allmiklu tjóni þar sem ár hafa flætt yfir tún og engi en nú fyrir skömmu sagði fréttaritari Útvarpsins á Egilsstöðum ekki mikla hættu á að fljótið flæddi yfir bakka sína. (!? :-) 

 

Grímsárvirkjun, 13.11.1968

Þá flóði yfir alla stífluna, plötustífluna með handriðinu, jarðvegsstíflur.

 Jarðvegsstíflunar voru hækkaðar eftir flóðið um 50 cm.

Rennsli 12.11.1968 Kl. 23:00  ca.  685 rúmmetrar á sekúndu

Rennsli 13.11.1968 kl.  01:00  ca.  770 rúmmetrar á sekúndu

Hámark í Leginum sólarhring síðar.

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innl. hádegisfréttir       (12:20)

Vaxið hefur í Lagarfljóti og er um hálfur kílómetri vegarins austan við Egilsstaðabrúna undir vatni.

Vatnið nær nú næstum upp að brúargólfi og má ekki mikið útaf bera svo flæði yfir brúna.

Flugvöllurinn er allur upp úr en vatn flæðir að báðum endum hans.

Þá er Egilsstaðanesið á kafi í vatni.-

Fyrir rúmri stundu var logn og heiðskírt á Egilsstöðum.

Segir fréttaritari Útvarpsins þar, að ekki sé von

til að fari að sjattna í fljótinu fyrr en í kvöld.

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innlendar fréttir    kl 19   (19:00)

Heldur er farið að sjatna í ám og lækjum á Austurlandi, þó flæðir Lagarfljót víða yfir bakkana, og enn er alldjúpt vatn á veginum austan við Egilsstaðabrúna, og Egilsstaðanesið er á kafi  í vatni.

Í dag byrjuðu viðgerðaflokkar víða að gera við vegina, og hefur verið gert við veginn á milli Egilsstaða og Eskifjarðar til bráðabirgða.

Ennþá er ófært til Norðfjarðar, en hafin er viðgerð á veginum

um Oddskarð, í Fáskrúðsfirði og Breiðdal.

Geisilegar skemmdir hafa orðið á vegum í Skriðdal og

víðar. Ekki er enn hægt að segja hversu langan tíma tekur að gera við vegina, ræsi eru víðast eyðilögð, en brýr eru að mestu óskemmdar.

Er tjónið áætlað skipta milljónum króna.

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innlendar kvöldfréttir    kl. 22 .00

Fréttaritari útvarpsins á Egilsstöðum símar, að flóðin séu nú heldur í rénun á Héraði.

Vatnsborðið hefur heldur lækkað við Lagarfljótsbrú og álitið er, að mesta hættan sé liðin hjá.-

Fimmtán ám var bjargað af Vallanesi á elleftu stundu og voru þær fluttar á bátum og ennfremur voru sex hestar fluttir á þurrt á sama hátt.

 

Ríkisútvarpið, 15.11.1968

Innlendar hádegisfréttir    (kl. 12 .20 )

Fréttaritari útvarpsins á Egilsstöðum símar, að þó flóðin séu heldur í rénun á Héraði, sé Lagarfljót stærra en í venjulegum vorflóðum. Í dag er sólskin og bjart veður á Egilsstöðum.

 

Morgunblaðið, 15.11.1968

  (Grímsárvirkjun)

Þegar vatnsmagnið mældist mest í ánni (Grímsá) var það um 800 kúbikmetrar á sekúndu. (770)

 

(Þann 12.10.2002 Þegar vatnsmagnið mældist mest við  Grímsárvirkjun 379 rúmmetrar) 

(Í flóðinu 13.10.2002 í Lagarfljóti mældist vatnsmagnið mest við  Grímsárvirkjun 278 rúmmetrar)

(28.11.2002 kl. 15:30 vatnsmagnið í hámarki í Grímsárvirkjun 425 rúmmetrar)

  

Í Tíma röð, Tímalína

 Prenta tíma röð, tímalína

Ríkisútvarpið, 13.11.1968

Innlendar Miðaftansfréttir,   (klukkan 15.00)

þegar fréttastofan hafði samband við fréttaritara útvarpsins á Egilsstöðum laust fyrir klukkan

15.00 í dag, og voru brúarbitar þá aðeins í 30 til 40 sentimetra hæð yfir vatnsborði.

 

Tíminn, 14.11.1968

“Síðari hluta dags (13.11.1968) jókst flóðið enn og brúin (Lagarfljótsbrúin) nær alveg í kaf.”

 

Ríkisútvarpið, 13.11.1968

Innl fréttir       Kl.22    (klukkan 22:00)

Fagridalur er ófær vegna vatnavaxta og Lagarfljót var í örum vexti.

 

(Um kvöldið og nóttina er niða myrkur frá klukkan 17:00 og enginn sér neitt en þá er mesta

flóðið.)

 

(Sá sem þetta ritar hefur minningu, sem getur passað við flóðið 13.11.1968, um að hafa farið með ljós niður að fljótinu innan við Egilsstaðavíkina og nálgaðist flóðið þar stein sem ég hef til viðmiðunnar um þetta flóð.

Vatnshæðin gat verið meiri síðar um kvöldið eða um nóttina.)

(Steinninn og staða vatnsborðs, 13.11.1968 einhversstaðar á neðsta strikinu í grasinu. Myndin er frá flóðinu 13.10.2002)

slóð

Skoða stein og strik

 

Grímsárvirkjun, 13.11.1968

Þá flóði yfir alla stífluna, plötustífluna með handriðinu, jarðvegsstíflur.

Jarðvegsstíflunar voru hækkaðar eftir flóðið um 50 cm. 

Rennsli 12.11.1968 Kl. 23:00  ca.  685 rúmmetrar á sekúndu

Rennsli 13.11.1968 kl.  01:00  ca.  770 rúmmetrar á sekúndu

Hámark í Leginum sólarhring síðar.

 

 Tíminn, 15.11.1968

“Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði í dag (14.11.1968),

Í morgun var með öllu ófært yfir brúna og flæddi yfir veginn a nær 400 metra kafla, og var þar hnédjúpt vatn.” ..var undir vatni í morgun (14.11.1968) og flæddi þá yfir báða enda flugbrautarinnar.”(gamla flugbrautin) 

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innl. hádegisfréttir       (12:20)

Vaxið hefur í Lagarfljóti og er um hálfur kílómetri vegarins austan við Egilsstaðabrúna undir vatni.

Vatnið nær nú næstum upp að brúargólfi og má ekki mikið útaf bera svo flæði yfir brúna.

Flugvöllurinn er allur uppúr en vatn flæðir að báðum endum hans. Þá er Egilsstaðanesið á kafi í vatni.-

Fyrir rúmri stundu var logn og heiðskírt á Egilsstöðum. Segir fréttaritari Útvarpsins þar, að ekki sé von til að fari að sjattna í fljótinu fyrr en í kvöld.

 

Tíminn, 15.11.1968

“Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði í dag (14.11.1968),

...að heldur hafi sjatnað í Lagarfljóti síðari hluta dags.

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innlendar fréttir    kl 19   (19:00)

Heldur er farið að sjatna í ám og lækjum á Austurlandi, þó flæðir Lagarfljót víða yfir bakkana, og enn er alldjúpt vatn á veginum austan við Egilsstaðabrúna, og Egilsstaðanesið er á kafi í vatni.

 

Ríkisútvarpið, 14.11.1968

Innlendar kvöldfréttir    kl. 22 .00

Fréttaritari útvarpsins á Egilsstöðum símar, að flóðin séu nú heldur í rénun á Héraði.

Vatnsborðið hefur heldur lækkað við Lagarfljótsbrú og álitið er,

að mesta hættan sé liðin hjá.

 

Ríkisútvarpið, 15.11.1968

Innlendar hádegisfréttir    (kl. 12 .20 )

Fréttaritari útvarpsins á Egilsstöðum símar, að þó flóðin séu heldur í rénun á Héraði, sé Lagarfljót stærra en í venjulegum vorflóðum.

Í dag er sólskin og bjart veður á Egilsstöðum.

Egilsstaðir, ?

Ég hef bætt hér aðeins inn í textann, 02.10.2017 

000

 slóð

Vatnavextir í Lagarfljóti, 13.10.2002

Jónas Gunnlaugsson
17.10.2002

http://www.ismennt.is/not/jonasg/xymis/20021013/

F1010009

000

hér þarf að bæta við myndum frá 28.09.2017, og dagsetningu á myndum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Jónas. Gaman að lesa þessar gömlu heimildir. 

Valdimar Samúelsson, 2.10.2017 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband