Þetta er flott, það er aldeilis ekki ónýtt að fá svona upplýsingar frá manni á staðnum, á venjulegri plánetu, og hann getur bæði séð og heyrt hvað er að gerast á plánetu.

Sett á blogg: Arnar Pálsson

Flugskrímslaveisla

http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/

Þarna á blogginu veltu menn vöngum um málefnin.

000

Hæ, piltar.

Það var hringt um daginn, og ég fór í símann og sagði halló´.

Þá sagði einhver, frá einhverri vídd, ekki þrívíddinni okkar, heldur, ja, ég hef ekki hugmynd um það.

Hann sagði,heyrðu, er líf á plánetunum?

Ég fór að stama, ja ég veit það ekki, við vitum það ekki segir nústaðreyndatrúin.

Nústaðreyndatrúin er kennd í öllum æðstu menntastofnunum.

Þá sagði þessi frá víddinni, ég var búinn að komast að því, að þið bæði heyrið og sjáið, þarna í ykkar vídd.

Getur þú ekki horft í kring um þig og sagt mér hvað þú sérð?

Þú býrð reyndar á plánetu, segðu mér hvað þú sérð.

Ég varð hálf skömmustulegur, og sagði að é sæi allskonar líf sem við kölluðum mannlíf, og svo dýralíf, að ógleymdum öllum gróðrinum til lands og sjávar.

Ég lýsti þessu öllu.

Þá glumdi í mínum manni, þarna frá víddinni.

Þetta er flott, það er aldeilis ekki ónýtt að fá svona upplýsingar frá manni á staðnum, á venjulegri plánetu, og hann getur bæði séð og heyrt hvað er að gerast á plánetu.

Þakka þér fyrir upplýsingarnar, það er sem sagt líf á plánetum.

Við höfum þá sjónarvott af plánetunni þinni og þá er líklegt að aðrar plánetur hafi líf, miðað við aðstæður þar.

Ég bið ykkur þarna vel að lifa, og bestu kveðjur úr víddinni.

Sambandið slitnaði.

Egilsstaðir, 19.09.2017  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband