Sett á blogg: Halldór Jónsson
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/2192166/
Þegar bílasalan selur þér bíl vaxtalaust, þá kostar bíllinn sjö miljónir, 7.000.000.
Ef þú borgar bílinn út í hönd, þá kostar bíllinn nokkrum hundruðum þúsunda lægri upphæð.
Þú sem greiðir út í hönd, færð vaxtakostnaðinn dreginn frá verðinu á bílnum.
Með öðrum orðum, sá sem kaupir bíl vaxtalaust, greiðir vexti.
000
Það getur engin vitræn umræða farið fram um peningamál, fyrr en allir far að líta á peninga sem bókhald, sem bankinn einfaldlega skrifar í tölvuna í bankanum.
Bankinn, lánar aldrei neitt, skrifar aðeins bókhald.
Ef þú lækkar þetta sem við köllum krónupening í verði, þá lækkar þú allt bókhaldið, bókhalds tölurnar í verði.
Til að bókhaldi verði rétt, þá notum við verðtryggingu.
Það nær engri átt að fjárfestar reikni sérstaka verðtryggingu á útlán frá sér, og aðra verðtryggingu á innláns reikninga þegar fólkið geymir sína peninga í bankanum.
Það er lítið gagn í bókhaldi, peningum, sem er ekki í takt við vinnu og (hrá) efni.
Alt þetta kerfi er til að þjóðfélagið gangi sem liprast.
Fólkið, heimilin, atvinnuvegirnir, á að vera númer eitt.
Fjármálastofnanir eiga að vera til að halda utan um bókhaldið.
Muna að allt kemur frá huganum, og vinnunni.
Ekkert kemur frá bankanum, nema þá góð ráðlegg
ing, hugsun.
Egilsstaðir, 13.03.2017 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.