""Í fyrrahaust kærði eitt af fyrirtækjum þeirra Brúneggjarbræðra, Síld og fiskur, Dýralækningafélagið og BHM, á meðan á verkfalli þeirra stóð, til Samkeppniseftirlitsins fyrir að veita fyrirtækinu ekki sömu undanþágu og öðrum framleiðendum."" TKS

„Eftir það fóru aðgerðir MAST gegn þeim að þyngjast og lauk með því að opnað var fyrir aðgengi fjölmiðla að gögnum stofnunarinnar um fyrirtækið.“ TKS

Ég hef verið að hyggja að þessu Brúneggja máli, og ekki er allt sem sýnist.

Við eigum að borða fremst í lífkeðjunni, gerast grænmetisætur.

000

Hér er úr bloggi: Torfi Kristján Stefánsson  (Sjá neðst)  „Í fyrrahaust kærði eitt af fyrirtækjum þeirra Brúneggjarbræðra, Síld og fiskur, Dýralækningafélagið og BHM, á meðan á verkfalli þeirra stóð, til Samkeppniseftirlitsins fyrir að veita fyrirtækinu ekki sömu undanþágu og öðrum framleiðendum. 
Eftir það fóru aðgerðir MAST gegn þeim að þyngjast og lauk með því að opnað var fyrir aðgengi fjölmiðla að gögnum stofnunarinnar um fyrirtækið.“

000

Brúnegg voru búnir að bæta sitt bú, þannig að gömlu myndirnar áttu ekki við í dag.

Áður þótti ýmislegt í lagi, sem telst rangt í dag.

Ef talið var að eitthvað væri í ólagi, þá átti að setja dagsektir til að Brúnegg gætu lagfært það.

Það er mikil spurning hvort Brúnegg á ekki skaðabótakröfu vegna þessarar aftöku?

Einnig verður að sýna myndir um hvernig ástandið hefur verið á öðrum búum undanfarin 10 ár.

Að sjálfsögðu eigum við að hætta að borða lík og hræ náinna ættingja okkar, hér í dýraríkinu á Jörðinni okkar, allra dýrana.

Það verður mun hollara og það verður mun minni áraun á Jörðina.

Við eigum að bæta jörðina.

000

Brúneggja hænurnar er tiltölulega frjálsar, og geta gengið um í húsinu, og er það talið vistvænna. Undanfarin ár hafa hænur oft verið ræktaðar fjórar saman í búri, sem eru fjögur A4 prentara blöð að grunnfleti. Þessi búr hafa verið bönnuð í ESB.

8.12.2016 | 19:52

""Skammist ykkar bara, andskotans asnarnir ykkar, sem sífellt hlaupið upp eins og hænsn, við hverja inngjöf almannatengla, án nokkurar gagnrýninnar skoðunar, eða umræðu. Eggin í hvítu bökkunum eru ekki einu sinni rekjanleg“ H E Guðnason, heldur hvass.

29.11.2016 | 12:04

Öryrkjar, eldri borgarar, einstæðar mæður og feður, fátækt fólk, atvinnulaust fólk, einstæðingar og þeir sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eiga að vera þakklát fyrir að nú er tekið á málum hænsnanna af mikill reisn og brugðist skjótt við.

3.12.2016 | 20:15

Allur hugmyndaheimur mannsins er til, og milljón sinnum meira. Einhversstaðar sagði ég: Auðvitað er Guð er til. Nú segi ég, auðvitað er helvíti til. Við vitum það, við sjáum það.

Jónas Gunnlaugsson | 14. september 2016

000

Blogg: Torfi Kristján Stefánsson

Af hverju þessar upplýsingar um Brúnegg fyrst núna?

http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/2185633/

„Það er nokkuð sérkennilegt að Matvælastofnun hafi allt í einu ákveðið að leyfa Kastljósi fullan aðgang að öllum gögnum um fyrirtækið Brúnegg eftir að hafa legið á þessum upplýsingum eins og ormur á gulli í nær 10 ár. Og aðgengið eru ekkert smáræði. Full af myndefni sem gerir uppljóstranirnar miklu áhrifameiri. 

Ef ætlunin var að rústa fyrirtækinu algjörlega virðist það hafa tekist fullkomlega. Það fer nær örugglega í gjaldþrot eftir þetta með allri þeirri tragidíu fyrir aðstandendur sem slíku fylgir.

Nú er Brúnegg næstum eini eggjaframleiðandinn þar sem fuglarnir fá að valsa um frjálsir - og því gera þeir að vissu leyti tilkall til að vera vistvænir. 
Allir aðrir helstu eggjaframleiðendur landsins hafa fugla sína í búri. Þessi frétt verður þannig til að styrkja búrfuglabúin. Varla verða önnur egg í boði í verslunum eftir þetta en búregg.

Og hvernig ætli ástandið sé í þessum búrbúum? 
Er ekki eðlilegt og sjálfsagt að krefjast þess af Kastljósi að gefa neytendum nasasjón af ástandinu í þeim, svo til að sýna sanngirni - og MAST að veita þær upplýsingar með myndefni og alles? 
Af þeim myndum sem ég hef séð, er ástandið síst betra þar í meðferð dýranna en hjá Búreggi. Líklega er best og einfaldast fyrir okkur neytendur að hætta að borða hæsnafurðir alfarið ...

En aftur að spurningunni um af hverju núna? Eins og margir vita þá hefur Matvælastofnun eftirlit með dýrahaldi og með fjölda dýralækna á launaskrá hjá sér, þar á meðal yfirdýralækninn.

Í fyrrahaust kærði eitt af fyrirtækjum þeirra Brúneggjarbræðra, Síld og fiskur, Dýralækningafélagið og BHM, á meðan á verkfalli þeirra stóð, til Samkeppniseftirlitsins fyrir að veita fyrirtækinu ekki sömu undanþágu og öðrum framleiðendum. 
Eftir það fóru aðgerðir MAST gegn þeim að þyngjast og lauk þeð því að opnað var fyrir aðgengi fjölmiðla að gögnum stofnunarinnar um fyrirtækið.

Því er ekki óeðlilegt að ætla að hér sé um að ræða hefndaraðgerð MAST og dýralæknanna innan stofnunarinnar gagnvart þessu fyrirtæki.

Ekki meira um það. Aðgerðarleysi MAST áður í þessu máli er óforsvaranlegt, ekki aðeins gagnvart neytendum eða dýrunum sem í hlut eiga, heldur einnig gagnvart eigendum fyrirtækisins.
Ástæða er til að óttast að þetta aðgerðarleysi ríki enn gagnvart öðrum aðilum sem stofnunin á að hafa eftirlit með. Það þarf greinilega að setja Matvælastofnunina sjálfa og starfsemi hennar undir eftirlit. Líklega þurfa nokkrir hausar að fjúka þar ... „

000

Ég hef reynt að setja hér áherslur með litum og stafastærð, til að við sem eru tregari eigum auðveldara með að skilja efnið.

Ef ég set hér eitthvað sem ég ætti ekki að gera, þá laga ég það strax að bestu manna ráðum

Egilsstaðir, 10.12.2016  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband