Brúneggja hænurnar er tiltölulega frjálsar, og geta gengið um í húsinu, og er það talið vistvænna. Undanfarin ár hafa hænur oft verið ræktaðar fjórar saman í búri, sem eru fjögur A4 prentara blöð að grunnfleti. Þessi búr hafa verið bönnuð í ESB.

Brúnu eggin eru best, hænurnar fá þó að hreyfa sig.

Þetta er allt sagt eftir lestur og útskýringar á blogginu undanfarið, og ef einhver veit betur þá laga ég þetta hjá mér.

Brúneggja hænurnar eru tiltölulega frjálsar, og geta gengið um í húsinu, og er það talið vistvænna.

Undanfarin ár hafa hænr oft verið ræktaðar fjórar saman í búri, sem eru fjögur A4 prentara blöð að grunnfleti. Þessi búr hafa verið bönnuð í ESB. 

Ef til vill eru búrin bönnuð á Íslandi nú frá áramótum.

Hænur eru þeirrar náttúru að ef einhver hænan sker sig úr hópnum, er til dæmis eitthvað lasin, þá höggva hinar í hana og jafnvel drepa hana.

Venja hefur verið, að ungarnir eru settir í hreint hús, með spónum til að þurrka gólfið.

Smá saman vaxa fuglarnir og "fylla að nokkru" svæðið sem þeim er ætlað, og þá er þeim slátrað.

Þá er allt hreinsað og málað, settur hálmur til þurrkunnar og næsta ræktunartímabil hefst.

Hænurnar fá orkuríkt fæði þannig að í stað þess að eiga egg þriðja eða fjórða hvern dag, verpa þær eggi annan hvern dag.

Þetta orkuríka fæði leiðir til þess að hænurnar fara að missa fjaðrirnar, og eru oft orðnar ansi sköllóttar eftir tvö ár og þá er hænunum slátrað. Mýs sækja mjög heim að hýbýlum manna og dýra á haustin.

Margir ættu að þekkja það að ef gæludýr, svo sem kettir fá fisk að staðaldri, þá eru þeir stanslaust að missa hárin.

000

Í gamla daga voru kindur í fjárhúsinu.

Gefið var hey á garðann, en skítur og hey safnaðist á gólfið og þjappaðist þar vel eftir kindatroðninginn.

Á vorin var stungið út úr fjárhúsunum, og sauðataðinu var stillt upp út til að þurrka taðið.

Þegar taðið var orðið nokkuð þurrt, var því staflað í hrauka til enn frekari þurrkunar og geymslu.

Reynt var að raða þannig að rigning rynni út af hrauknum, og að vindurinn gæti blásið í gegn um allann hraukinn.

Taðið var notað sem eldiviður.

000

Við lesum að oftast sé bannað að taka myndir úr sláturhúsum og annarsstaðar þar sem við erum með húsdýraræktun, nema að svæðið sé þá sérstaklega undirbúið fyrir myndatökuna.

Við viljum borða dýrin, meðborgarana okkar hér á jörðinni, en við viljum alls ekki sjá að það sé helvíti dýrana hér á jörðinni.

Éta, ekki hugsa, ég er svo mikill dýravinur, ég fer ekki illa með dýrin.

Ég heimta sem lægst verð, og þá verður gæslan að samaskapi minni.

Ég er hræsnari.

Ég er svo óskinsamur, að ég geri oft eintóma vitleysu.

Þegar ég borða hamborgara kjöt, þá þarf ég 30 manna mat af korni, fullt af orku, oftast olíu, og margfalda vinnu til að framleiða kjötið.

Einnig bý ég til metanol/etanol, jafnvel úr korni til að nota á bílana okkar.

Ég eyði meiri orku til að búa til etanólið/metanólið, en ég fæ til baka, þegar ég brenni etanóli/metanóli á bílnum mínum.

Í Bandaríkjunum fer 40% kornuppskerunnar í að búa til eldsneyti.

Þá þarf að ryðja skóga um veröld alla til að rækta matinn og eldsneytið.

Hér á Íslandi kemur skipun frá ESB um að bæta lífeldsneyti í bílabensín.

Við forðumst að nota þau orð sem hæfðu allri þessari heimsku.

Þetta lífeldsneyti, verður til þess að bílvélar slitna meira vegna tæringar og annarra vandamála.

Við og þeir sem við veljum til forustu, erum fastir í ofátinu, sykrinu og sexinu.

Við höfum heyrt um að við séum kjánar, en að hamast við að búa til eldsneyti úr mat, og nota meira af eldsneyti til framleiðslunnar og mikið af ónauðsynlegri vinnu, er eitthvað sem við viljum ekki setja í þau orð sem ættu við.

Við verðum að hugsa og gera úrbætur strax.

Egilsstaðir, 08.12.2016  Jónas Gunnlaugsson

""Skammist ykkar bara, andskotans asnarnir ykkar, sem sífellt hlaupið upp eins og hænsn, við hverja inngjöf almannatengla, án nokkurar gagnrýninnar skoðunar, eða umræðu. Eggin í hvítu bökkunum eru ekki einu sinni rekjanleg“ H E Guðnason, heldur hvass.

29.11.2016 | 12:04

Öryrkjar, eldri borgarar, einstæðar mæður og feður, fátækt fólk, atvinnulaust fólk, einstæðingar og þeir sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eiga að vera þakklát fyrir að nú er tekið á málum hænsnanna af mikill reisn og brugðist skjótt við.

3.12.2016 | 20:15

Allur hugmyndaheimur mannsins er til, og milljón sinnum meira. Einhversstaðar sagði ég: Auðvitað er Guð er til. Nú segi ég, auðvitað er helvíti til. Við vitum það, við sjáum það.

Jónas Gunnlaugsson | 14. september 2016


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Takk fyrir pistilinn. við áttum hann skilið.

Og það er rétt, brúnegg eru best. Rauðan, skurnið og skjallið.

Haukur Árnason, 8.12.2016 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband