Þetta er gamla sagan, ég lána þér pening, og hirði peninginn af þér. Þá hef ég það sem ég lánaði þér og þú skuldar það líka. Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt. Er ráð, að hreinsa glýjuna úr augunum, og skítinn úr eyrunum?

Gamla sagan.

Skýrð.*

Betri skýring.**

*Lána, það er ég færi bókhald fyrir þig.

Ég lána þér 100% í fasteign.

Þú greiðir af láninu vexti og afborganir í 5 ár.

Kreppufléttan, endurtekið

Á þessum tíma, set ég á þig kreppufléttuna hans Tómasar Jefferssonar og næ verði hússins niður og hjálpa engum að kaupa, og þá getur þú ekki selt.

Þú missir vinnuna og fyrirtækið þitt missir viðskiptavini.

Þá geta einstaklingar og fyrirtæki ekki greitt af lánum sínum og ég get látið bjóða fasteignirnar upp í nauðungarsölu.

Ég get keypt fasteignirnar á 1% af upprunalega verðinu, og þá skuldar þú áfram 99%

Þú missir einnig það sem þú hefur greitt yfir árin, í niðurgreiðslu og vexti.

Þú verður að muna að ég lánaði þér ekki neitt, ég hélt aðeins bókhald fyrir þig.

Ég er ekki alltaf svona slæmur, get gert betur við vini mína.

000

Betri skýring.**

„Íbúðin var keypt á heila millj­ón“

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/02/budin_var_keypt_a_heila_milljon/

„Ég hef aldrei tekið þátt í jafn mikl­um skrípaleik og þegar dóm­ari og co mættu til okk­ar með ham­ar­inn sinn. Þeir vildu alls ekki koma nema inn í for­stof­una. Durt­ur­inn frá Íbúðalána­sjóði var fljót­ur að bjóða í íbúðina þegar dóm­ari spurði hvort það væru ein­hver til­boð. Hann bauð heil­ar 1.000.000 krón­ur. Hamr­in­um var lyft, hon­um barið í ein­hverja bók og „slegið“. – Já íbúðin var keypt á heila MILLJÓN.“

000

Innlent 13:50 02. MAÍ 2015

„Kerfið hefur algjörlega brugðist“

 
"Búin að borga 12 milljónir af láninu.
Á einum tímapunkti fengu Signa og Reynir að heyra að þau stæðu alltaf í skilum og þess vegna væri ekkert hægt að gera fyrir þau.

„Við erum búin að borgar 12 milljónir af þessu 19 milljóna króna láni sem við tókum, fyrir utan svo 4 milljónirnar sem gufuðu upp. Þegar við vorum búin að reyna að tala við alla jakkafatamennina, eins og ég kalla þá, í tvö ár og sáum að ekkert yrði hægt að gera ákváðum við að hætta að borga af láninu. Það má eiginlega segja að því lengur sem við borguðum af láninu, því stærri holu grófum við okkur í því það hækkaði bara og hækkaði,“ segir Signa."
 
000
  • Þetta er gamla sagan,
  • ég lána þér pening, og hirði peninginn af þér.
  • Þá hef ég það sem ég lánaði þér og þú skuldar það líka.
  • Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.
  • Það hringsnýst allt fyrir augunum á þér.
  • og þú skilur ekki neitt.
  • Hef ég ekki kennt þér, veist þú ekki hvert vandamálið er?
  • Viltu öskra , berja í potta,
  • væri ekki nær að biðja guð um að hjálpa sér,
  • að hreinsa glýjuna úr augunum, og skítinn úr eyrunum.
  • Þá er líklegt að þú getir gætt hagsmuna þinna.

000

Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.

 Kreppufléttan, endurtekið

Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.

000

Ég er hér að prufa að hafa þetta blog með tilvísun í Morgonblaðsgreininni.

Egilsstaðir, 08.06.2016  Jónas Gunnlaugsson


mbl.is „Íbúðin var keypt á heila milljón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband