ESB umsókn

ESB umsókn.

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um umsókn inn í ESB.

Alþingi í dag, 06.12.2015, virðist ekki geta samþykkt að draga þingsályktunartillöguna til baka.

Einhverjir stjórnar þingmenn eru trúlega andvígir því að draga tillöguna til baka.

Þá eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sem verða að segja Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum að þingmenn vilji ekki samþykkja að umsóknin verði dregin til baka, með annarri þingsályktunartillögu núna.

Kjósendur geta þá tekið afstöðu til þessara þingmanna.

Þingmenn verða að hugsa sig um tvisvar.

Þarf að gera lista yfir þingmenn?

Þessi, nafn, vill breyta stjórnarskránni, til að hægt sé að færa öll völd út úr landinu.

Þessi, nafn vill, vildi greiða ÍSAVE, þótt það reyndist ólöglegt.

Þessi, nafn vill ekki ógilda ESB umsóknina með þingsályktunartillögu.

þá þarf ekki einusinni að senda bréf um að byrja inngönguferli aftur.

Þetta er túlkað af leikmanni, og laga ég allt sem er misskilið.

 000

Umsókn um aðild að ESB

https://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/ESB-greiningarskyrsla.pdf

...."Í janúar árið 2009 sagði forsætisráðherra sig lausan frá embætti og boðað var til þingkosninga.

Almennar þingkosningar fóru fram í apríl 2009 og þær leiddu til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs.

Í júlí árið 2009 samþykkti Alþingi með naumum meirihluta tillögu ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild Íslands að ESB.

Almenningsálitið og stjórnmálaflokkar á Íslandi eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að ESB"....

Egilsstaðir, 06.12.2015 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sit hér hugsi um öll þau ár sem hefur tekið þjóðhyggjufólk að nuddast í þessu ESb,liði.Í þeirri andrá lít ég í þína færslu,svona áður en geng til náða.Já nákvæmlega þetta var ég að hugsa,hver af þeim er "óvinur"fullvalda Íslands? Nú dugar ekki lengur að kjósa A,B,C,D,með fagurlega gerðar stefnuskrár,þar rúmast innanborðs skemmdarverkamenn.---Þeir sem elska landið sitt meira en gömlu flokkana eru þeir einu sem myndu fylla hann og hreinlega snúa og taka þá með sniðglímu á lofti.Bíð góða nótt.   

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2015 kl. 06:00

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jónas, núverandi ríkistjórn virðist annaðhvort ekki hafa vilja eða getu til að draga ESB umsóknina ótvírætt til baka og ætti þingmenn allra flokka því að lenda á lista yfir þingmenn sem ESB sinnar á meðan engin þorir að bera upp þingsályktunar tillögu þar um.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2015 kl. 07:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög gott hjá þér, Jónas. Þakka þér þína þjóðhollu og heilbrigðu afstöðu. Höldum öll þessu máli vakandi. Það þarf líka að skrifa um öll þessi mál í dagblöðin.

Jón Valur Jensson, 6.12.2015 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband