Samningarnir í Straumsvík, eru komnir beint inn á borð Ríkistjórnarinnar.
30.11.2015 | 23:20
Samningarnir í Straumsvík, eru komnir beint inn á borð Ríkistjórnarinnar.
Þegar breytingar verða á orkumarkaði, verðum við að geta brugðist við nýjum aðstæðum af yfirvegun.
Stjórnsýslan verður að koma að því máli.
000
Þeir sem hafa viðskipti við okkur, verða að hafa hag af því.
Laun og gjöld, skattar og heildar raforkuverð til álvera
í Kanada og Noregi.
Hvað er sanngjarnt?
000
Ég hef ekki samninginn en viðbrögðin verða í samræmi við hann.
Hugsanlegur gangur mála.
Ef þú, Ísland vilt ekki vera sanngjarnt, og þú setur framleiðslufyrirtækið á hausinn, þá kemur ný aðgerð.
Ég hef allt í verksmiðjunni, byggingar og vélar veðsettar hjá mínum banka.
Síðan er þrotabúið sem verður eignalaust, ófært um að greiða fyrir raforkuna.
Ef ekki svona þá þannig að dugi til að losna við viðskipti sem eru óarðbær.
Til dæmis ef hliðarfélag átti að kaupa orkuna, geri ég það eignalaust líka.
Dómsmál í nokkur ár, á meðan hliðarfélagið er tæmt.
Ekki má gleyma Force majeure ákvæðinu.
Það er engum til góðs að stunda svona viðskipti.
Allir sem nálægt því koma, fá á sig það orð að vera varasamir í viðskiptum.
Ef ég set hér of mikið af þínum góðu skrifum Viðar Garðarsson,
þá láttu mig vita og ég bæti úr því.
Hér fyrir neðan skrifar Viðar Garðarsson
Um skrif Vilhjálms Birgissonar alþýðuleiðtoga.
Verkalýðsforkólfurinn öflugi, Vilhjálmur Birgisson, varpar nettri bombu inn í umræðuna um kjaradeiluna hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík í nýlegum pistli sínum á Facebook. Hann fullyrðir að deilan snúist alls ekki um launamál eða verktöku. Vandamálið sé að Landsvirkjun sé að slátra mjólkurkúnni sinni, álverinu, með því að bjóða ekki samkeppnishæft orkuverð. Vilhjálmur bendir á að raforka til álframleiðslu sé nú 30% dýrari hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík en hjá Rio Tinto Alcan í Kanada þar sem Hydro Québec hefur lækkað orkuverðið og tengt við heimsmarkaðsverð á áli. .....
..... Stjórnvöld verða hér að grípa inní þessa deilu áður en í óefni er komið. Á því munu allir hagnast, en tími til aðgerða er á þrotum.
Hver greiðir fyrir rafmagnið sem gufar upp?
Leyfð sjálftaka?
Spyr Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson
Viðar Garðarson
Framsýni Hjörleifs Guttormssonar
Það var árið 1983 fyrir baráttu og framsýni þáverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, að Landsvirkjun og álverið í Straumsvík sömdu um tengingu á orkuverði við heimsmarkaðsverð á áli. .....
Ábyrg lausn Kanadamanna
Engum dylst að gríðarlegar sveiflur hafa orðið á öllum alþjóðlegum mörkuðum. Þar gildir einu hvort litið er til olíuverðs sem hefur snarlækkað, álverðs, sem er í sögulegu lágmarki, eða raforkuverðs, sem fallið hefur um tugi prósenta síðan 2011. Ytri aðstæður eru því óhagkvæmar bæði fyrir áliðnaðinn og orkusala. .....
Athuga seinna.
Egilsstaðir, 30.11.2015 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.