Við ákærum okkur.

Við ákærum okkur.

Alþingi heimtaði sparnað.

Stjórnsýslan, ráðuneytið hringdi í yfirmenn heilsugæslunnar og heimtaði sparnað.

Forstjórar og framkvæmdastjórar létu fækka starfsmönnum.

Starfsfólk sem baðst undan aukavöktum, lenti á svörtum lista.

Það er svívirða að koma starfsfólki í þá aðstöðu að geta ekki leyst verkefnin.

Og,,,,, síðan þegar við stjórnendurnir höfum leitt þessi vandræði yfir starfsfólkið, og mistök verða, þá kærum við starfsfólkið fyrir vanrækslu.

Þetta er okkur til vansa og lögum þetta ekki seinna en strax.

Egilsstaðir, 06.11.2015 Jónas Gunnlaugsson

00

Við höfum ekki enn þá rannsakað „KREPPUFLÉTTUNA“

hversu margir heldur þú að hafi dáið vegna hennar.

Ég ætla ekki að nefna tölur hér.

 Kreppufléttan, endurtekið

Við erum ekki að biðja um hefnd.

En,,við skulum koma hlutunum í lag.

000

OG munum vel,,,

Að þetta er ekki gleymt,

en við munum líka,

hver kemur hlutunum í lag.

000

Ég vona að þetta sé í lagi að setja þau hér, Sigríði og Ómar.

Hafi Sigríður Laufey Einarsdóttir þökk fyrir sína umfjöllun, set það hér, og smá áherslur.

6.11.2015 | 10:08

Spítalinn yfirkeyrir starfsmenn sína á vakt?

Hörmulegt mál fyrir hjúkrunarfræðinginn sem var á vakt  eftir að hafa lesið um málið þá virðist hún hafa verið á hlaupum milli deilda til að redda brýnustu málum á hjúkrunardeildinni, vaktin undirmönnuð.

Alvarlegt mál þegar hjúkrunarfræðingar   eru undir svo miklu álagi  og viðist hafa vera í umræddu  tilviki; hvernig eiga þeir að sinna lögboðnum skyldum sínum undir svo hörðu álagi?

Þá  myndast óhjákvæmilega óviðeigandi  andrúmsloft þegar  vaktahafandi hjúkrunarfræðingar  eru á hlaupum að redda öllum málum – jafnvel milli dauðvona sjúklinga er þurfa sérstaka aðgát og umönnun.

Sjúkrahúsið ber vonandi hluta af sökinni að láta viðgangast og jafnvel skapa slíka „spennitreyju“ fyrir starfsmenn sem  allir eru að vilja geriðir til að gera sitt besta – en það eru takmörk hvað fólk getur lagt af mörkum,„brennur út“ eins og það er kallað, þegar starfsmaður hefur ofgert  sér andlega í starfi.

Ekki má slaka á ábyrgð starfsmanna í vinnu sinni – en spítalinn getur tæplega krafist ábyrgðar að rétt sé staðið að verki, þegar hann yfirkeyrir starfsmenn sína á vaktinni vegna undirmönnunar.

Sigríður Laufey Einarsdóttir

 000

Hafi Ómar Geirsson þökk fyrir sína umfjöllun, set það hér, og smá áherslur.

5.11.2015 | 12:12

Kerfið ákærir fórnarlambið.

 

Til að réttlæta niðurskurðinn, frjálshyggjuna.

Eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.

 

Undirmönnun, óhóflegt vinnuálag.

Er aðeins ávísun á mistök, og sum mistök hafa alvarlegar afleiðingar.

 

Snatar kerfisins bregðast við kalli húsbónda síns og ákæra, fá umbun, fá hærri laun.

En Dante veit nákvæmlega hvert þeirra endurgjald verður þegar æðri dómur dæmir.

 

Spurningin er aðeins hvort dómararnir séu samsekir frjálshyggjunni, samdauna eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.

Spurninguna um samkennd meðal hjúkrunarfólks hefur þegar verið svarað.

Fórnarlambið er berskjaldað gagnvart Snötum fjármagnsins.

 

Og niðurskurðurinn gengur á meðan starfsfólk sættir sig við undirmönnun, sættir sig við óhóflegt vinnuálag.

Starfsmaður í dag, fórnarlamb á morgun.

Einföld tenging sem hvarflar að fáum.

 

Á meðan er dansað í Hruna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson 

000

Hér set ég jg einnig smá áherslur.

Og en skrifar Ómar Geirsson.

.... „mætur baráttujaxl suður með sjó, Björn Birgisson Grindavík, skrifaði mögnuð orð“....

"Svo gerist þetta.

Hún er kærð.

Hvernig hefði verið að kæra þá aðila sem endalaust stuðla að niðurskurði í okkar velferðarkerfi - með afleiðingum sem þessum?

Er ábyrgð þeirra engin?

Dettur einhverjum í hug að fórn eins fótgönguliða réttlæti eitthvað?

Ætla rétt að vona að þessi kona fái ekki dóm.

Hún er fremur fórnarlamb aðstæðna en gerandi.

Þekki þessa konu ekkert.

Væri alveg til í að taka hana í fangið. Þætti henni huggunarvottur í því.

Þetta dómsmál er ekkert annað en viðbjóðurinn tær - í sinni verstu mynd."

„Mikið er ég sammála Birni.“

Þetta er á bloggi hjá Ómari Geirssyni.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/2141605/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband