Er Gyðingur, Gyðingur?
27.9.2015 | 22:37
Er Gyðingur, Gyðingur?
Sett á blog : Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Auðvitað á að halda áfram með málið og klára það.
000
Hér er ég að reyna að finna út hvort Kristinn maður er Kristinn, þó að hann hafi ekki blóðbönd við Kristið fólk.
Hér er ég að reyna að skilja hvort Gyðingur, Júði geti verið Gyðingur, ef hann hefur ekki blóðbönd við Gyðinga, Júða í fjarlægri fortíð, vegna vangavelta hjá: Þorsteinn Sch Thorsteinsson.
000
Sæll og blessaður Þorsteinn Sch Thorsteinsson
Ég þakka þér þessa greinargóðu athugasemd. Hér er mikil þekking.
000
Hver er maðurinn?
Er hann þessi efnislegi líkami sem er fyrir augum okkar öllum stundum?
Er kristinn maður kristinn hvort sem hann er gulur, rauður, grænn eða blár.
Er tölva, tölva, það er efnið sem tölvan er byggð úr.
Er tölva stýrikerfið, Windows, Android, Mac OS eða Linux?
Er tölva Office hugbúnaðarpakkinn eða einhver annar pakki?
000
Við smíðum róbot í mannsmynd og setjum í hann stýrikerfi, Windows, Android, Mac OS, Linux, eða eitthvert annað stýrikerfi.
Stýrikerfið myndi vera eðli Róbotsins.
Síðan myndum við setja hin ýmsu forrit í Róbotinn.
Hver er Róbotinn?
Er það efnislíkami Róbotsins?
Er það stýrikerfið?
Eru það forritin?
000
Maðurinn sagði: Guð bjó til manninn í sinni mynd.
Róbot segir: Maðurinn bjó til Róbot í sinni mynd.
000
Nú getum við reynt að skilja, skilgreina, hvort að maðurinn er menningarívafið sem hann lifir í.
000
Nýtt blóð inn í hinar ýmsu ættir getur styrkt hina ýmsu eiginleika.
Nýr og betri hugbúnaður í manninn er til bóta
Nýr og betri efnislíkami fyrir Róbotinn er æskilegur.
000
Það virðist eins og innrætingin, það er stýrikerfið og forritin skipti máli.
Maðurinn er það sem hann hugsar, nýting hans á stýrikerfi og forritum.
Nú að síðustu leiðum við hugann að því, að það er sjálfsagt að endurræsa stýrikerfið og forritin í manninum, þegar hann fer út af sporinu.
Reboot
Til dæmis þegar við tökum barnið frá móður þess og setjum það til einhverra, þar sem stýrikerfið hefur ruglast.
Þarna eigum við að leita lausna, og sá sem leitar finnur.
Í nýlegri rannsókn, sýndi það sig að þær konur sem neyttu lífrænt ræktaðs grænmetis, fæddu síður börn með vanþroskuð kynfæri.
Einhvern tíman las ég að drengir sem borða soja ættu á hættu að kynfærin næðu ekki að þroskast.
Það var svo mikið af kvenhormón (líki?) í sojabaunum.
Samtíningur.
Ég þarf að hlaupa, og verð að laga þetta síðar.
Egilsstaðir, 27.09.2015 Jónas Gunnlaugsson
Athugasemdir
Það voru ásatrúarmenn sem námu Ísland.
Eiga þá ásatrúarmenn (innlendir og erlendir) í dag ekki kröfu á landið en hinir kristnu ættu þá bara að hypja sig burt?
(Gæti verið snjallt hjá sýrlenskum flóttamönnum að gerast ásatrúarmenn og krefjast hér lands)
Svona eftir sömu rökum!
Þ.e. að arfurinn, rétturinn til búsetunnar (því Íslendingar hafa jú meiri rétt en útlendingar til að búa á Íslandi) fari eftir forritinu en ekki tölvunni, trúfélaginu en ekki blóðskyldleikanum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.