Leit-andinn
5.9.2015 | 21:15
Ég er hér að reyna að kenna mér um sköpunina.
Við eigum að vernda andann, skaparann í okkur.
Nústaðreyndatrúarmaðurinn í okkur er á algjörum villigötum, ef hann er einn og yfirgefin.
Nústaðreyndamaðurinn í okkur reiknar með staðreyndunum núna, og reiknar allt til stöðnunar, en skaparin í okkur teygir sig til framtíðar.
Nústaðreyndamaðurinn sagði árið 1900 að pósturinn á Seyðisfjörð gæti borið 30 kíló, og væri 10 klukkustundir á leiðinni.
Maður andans, leit-andans, skaparans, fann lausnir (leitið og þér munið finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða) og nú 2015 fer pósturinn með 50000 kíló á 30 mínútum.
Á 10 klukkustundum, fer pósturinn með 500000 kíló, 500 tonn.
Að sjálfsögðu förum við eftir nú staðreyndum ef við byggjum brú núna.
En vandamálin reynum við að leysa með nýrri sköpun og nýrri aðferðarfræði.
Engin vandamál bara lausnir.
Þjóðfélög sem fara eftir leitið og þér munið finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða eru alstaðar í forustu í heiminum.
Við glæðum, það er kennum og ræktum sköpunarkraftinn í fólkinu, okkur.
Egilsstaðir, 05.09.2015 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.