Við látum spila með OKKUR?

Ég spila alltaf á þig.

Ég lækkaði lánið þitt um 20%, það er frá 36 miljónum í 30 miljónir,

og lengdi lánstímann í 30 ár.

Þú varst sæll og glaður.

000

Síðan lét ég hækka vextina á láninu um 1,34 %.

Þá greiðir þú til baka niðurfærsluna á láninu, 6.030.000 kr. á 15 árum.

Og reyndar aftur 6.030.000 kr. á þar næstu 15 árum.

000

Ég lána þér aldrei neitt, en held peningabókhaldið.

000

Ef þú ert duglegur, kemur og tekur lán og þið byggið upp heiminn,

Þá á ég alltaf meira og meira.

000

Og þú, þið skuldið alltaf meira og meira eftir því sem þið eruð duglegri.

Einhver prósenta af fólkinu getur verið skuld laust.

En þá verða hinir að skulda þeim mun meira.

000

Það ert þú sem lætur mig hafa, eiga peningabókhaldið.

Það ert þú sem ákveður að ég ráði vöxtunum.

000

„Já þú ert bara valdamikill.

En, heyrðu, leiðist þér ekki að láta spila svona á þig,

Við látum spila með OKKUR?

Egilsstaðir, 01.05.2015 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband