Bankar framleiða peninga
28.9.2014 | 07:14
Grein í Morgunblaðinu þann 27.09.2014
Baksvið Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is
Greinin er viðtal ? við doktor í viðskiptafræði, Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands.
Þessa grein eiga allir að lesa.
Ásgeir segir:
Bankar framleiða peninga.
Ólíkt venjulegum fyrirtækjum þurfi bankar ekki á peningum að halda til að geta stundað sína starfsemi. »Peningar eru varan sem bankarnir bjóða upp á, þeirra starfsemi felst í að lána út peninga og þeir framleiða peninga með útlánum sínum.
»Bankar þurfa ekki að taka við sparnaði til að veita lán, heldur geta þeir einfaldlega lánað út nýja peninga gegn skuldabréfi sem myndar innstæðu á reikningi lántakandans.«
Skuldabréfið skapi eign á efnahagsreikningi bankans þar sem um sé að ræða skuld við bankann, innstæða lántakandans sé skuld bankans á móti.
»Þetta felur í sér að enginn sparifjáreigandi hafi fyrst þurft að leggja peninga til hliðar fyrir láninu.«
»Menn hafa of einfalda mynd af flæði peninga í nú-tímahagkerfinu, með því að halda að við getum stýrt magni peninga í umferð einfaldlega með stýrivöxtum og bindiskyldu.«
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1352200/
Verð að hlaupa, Egilsstaðir. 07:09 28.09.2014 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.