Israel, 29.01.2009. endurtekið
31.7.2014 | 23:24
Israel, 29.01.2009.
Ástandið er líkt og 1920 -1930, kreppa.
Gyðingar hafa nú verið hraktir til Ísrael, og reynt er að halda Palestínu mönnum í flóttamannabúðum
að mestu nauðugum, til að halda vandmálinu við.
Ég heyrði nokkrar setningar í útvarpserindi og hringdi í höfundinn og fékk það sent.
Við ræddum aðeins um málið og þá sagði hann.
Heldur þú virkilega að þetta séu allt flóttamenn, þessar búðir hafa verið notaðar sem félagsmálastofnun
fyrir þjóðirnar í kring og Vesturlönd og Sameinuðu þjóðirnar hafa borgað brúsann.
Einhversstaðar hafði ég lesið að Arafat væri fæddur í Egyptalandi.
Ekkert af þessu skiptir máli, aðeins, að koma þeim fyrir þar sem þeir gætu hugsanlega viljað vera, plús hús og menntun.
Borga fyrir að leysa málið en ekki til að viðhalda því. Ísraels menn verða einhversstaðar að fá að vera.
Nú virðist vera keppikefli margra að láta myrða Ísraela til að þeir verði að svara,
og þá er æskilegt að hafa búðir fullar af börnum sem hryðjuverkamenn geta skotið frá
og þá er hægt að segja að Ísraelar séu mjög slæmir þegar þeir reyna að stöðva árásirnar.
Það erum við sjálfir sem höfum ekki viljað leyfa Ísrael að búa í friði. Það er nóg pláss fyrir alla.
Við ætlum að tala vel um Ísrael og nýta gáfur þeirra fyrir þjóðirnar.
Karmað okkar, meðbræðra Ísrael þarf ekki meiri illgerðir.
Munum að í seinna stríði myrtum við ef til vill 6 miljónir Gyðinga,
við ætlum ekki að endurtaka ódæðið.
Leysum þetta með ástúð og umhyggju, en af festu.
Í þúsundir ára hafa Gyðingar menntað sitt fólk og verið duglegir,
þannig að þeir hafa staðið mun betur að vígi að koma sér áfram.
Þá hefur ekki staðið á okkur sem höfum búið með þeim að vilja ræna þá og reka þá eitthvað annað.
Þetta hefur leitt til minni menntunar og framfara í landinu sem rak þá frá sér
og uppgangs í landinu sem þeir voru hraktir til.
Þetta er trúlega öfund, en við eigum að taka þá til fyrirmyndar mennta alla og vera duglegir, þá hverfur öfundin.
Egilsstaðir, 29.01.2009 Jónas Gunnlaugsson
Egilsstaðir, 31.07.2014 Jónas Gunnlaugsson
Get ég flúið frá sannleikanum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.