Íslensku vogunarsjóðirnir

„Íslensku vogunarsjóðirnir“

Mundu nú að með „KREPPUFLÉTTUNNI,

fyrst með „VERÐBÓLGU,“ og síðan með „VERÐHJÖÐNUN“

náði fjármálakerfið miklu af eignum fólksins á Íslandi.  

oooo

Mikið af þessum eignum var búið til með því að pappírast,

það er að selja verðbréf fram og til baka,

en skapaði engar vörur eða þjónustu.

oooo

Eignirnar eru fastar í krónum í fjármálastofnunum.

Nú sjáum við hvern fulltrúann af öðrum, heimta að krónan verði leist úr höftum.

oooo

Það lítur út eins og við höfum nýtt peninga fyrirtækjanna okkar

til að kaupa eignir fjármálastofnana á Íslandi.

Það lítur út eins og við höfum tekið lán til að kaupa  eignir fjármálastofnana á Íslandi.

Það lítur út eins og við séum komnir í spreng með, að greiða af þessum lántökum.

oooo

Forustumenn í hinum ýmsu greinum „skæla“ í fjölmiðlunum,

og fara fram á að ríkið flýti sér að hjálpa okkur „vogunarsjóða Íslendingum“

að komast í brott af landinu með afraksturinn af  „KREPPUFLÉTTUNNI“

það er fyrst með verðbólgu og síðan með verðhjöðnun.

oooo

Er leyfilegt að nota orðið „RÁN“ um aðgerð sem hvorki gerandi eða þolandi skilur?

Oooo

Við erum eins og krakkar í sandkassa, sem þurfa gæslu,

svo að við sköðum ekki hvert annað.

Oooo

Að sjálfsögðu viljum við hjálpa öllum að komast út úr þessum vandræðum.

En,, til að byrja með skulum við rannsaka kreppufléttuna,

hvernig hún náði eignum fólksins og fyrirtækjanna.

Oooo

Einnig rannsökum við hvernig „eignirnar“ skiptu um eigendur,

trúlega frá útlendum eigendum, til okkar Íslendinga.

oooo

Nú þurfa allir að fá aðstoð frá ríkinu til að endurheimta eignir sínar.

oooo

Fyrst koma þeir sem misstu eignir þegar fjármálastofnanir,

létu eignirnar hverfa með „KREPPUFLÉTTUNNI,

það er fyrst með verðbólgu, og síðan verðhjöðnun.

Oooo

Og nú í dag er komið að þeim að fá hjálp frá ríkinu,

sem nú sitja uppi með eignirnar,

og miklar skuldir vegna kaupanna.

oooo

Þetta er efni í grínleik, “farsa.“

Oooo

Það eru að koma kosningar, og nú skiljum við „fléttuna“

oooo

Eina ráðið er að láta nefndir skoða fléttuna,

og greiða síðan úr henni.

Að öðrum kosti sitjum við uppi með skömmina.

Það er ekki gott í kosningum næstu ára.

Skoða betur seinna

Egilsstaðir, 26.02.2014  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband