Ostur og hrátt kjöt
6.2.2014 | 22:38
Hagar
Nú er forstjóri Hagar, ef til vill stærsta dreifingar fyrirtæki á Íslandi,
búinn að vera í tvö kvöld fréttum og segist ætla að ráðast á
landbúnaðar stefnu íslensku þjóðarinnar,
að mínum skilningi.
Þá eru það einhverjir ostar sem eru hans áhugamál.
Forustu menn verslunar á Íslandi fá alltaf annað slagið
mikinn áhuga á að breyta reglum landbúnaðarins á Íslandi.
Þá virðast heilu fréttatímarnir fara í þetta áhugamál forustumanna verslunarinnar,
og ekki er ólíklegt að forstjórarnir eyði miklum tíma og fjármunum
í þetta áhugamál.
Mikið er talað um neytandann, að þetta sé fyrir hann.
Er ekki rétt að forustumenn verslunarinnar,
bjóði sig fram til þings og komi þar með þetta stefnumál sitt,
osta, og hrátt kjöt.
Í fréttatímanum í kvöld var talað við einhvern útlendan, ef til vill fyrirlesara
og sagði hann að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við
að fá bakteríur úr útlendu kjöti.
Fyrirlesarinn virtist ekki vita að það er verið að reyna að forðast
að fá útlenda búfjársjúkdóma til Íslands.
Ef að forstjórarnir ætla að demba sér í pólitík, og vinna þar að áhugamálum sínum,
ostum og hráu kjöti
þá er ekkert nema gott um það að segja.
Að sjálfsögðu nota þessir forstjórar verslunarinnar,
ekki tíma og peninga verslunarinnar til að kynna
sín áhugamál.
Þetta er varla kostun og auglýsingar, kostað af hagsmunaaðilum í Evrópu.
Egilsstaðir, 05.02.2014 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.