Skoða

Til athugunar

Ef 2500 íbúðareigendur misstu íbúðina sína vegna

„KREPPUFLÉTTUNNAR,“

það er fyrst með „VERÐBÓLGU“ og síðan með „VERÐHJÖÐNUN“

átti fimm miljónir, það er 5.000.000 króna í íbúðinni,

áður en verðhjöðnunin var skipulögð, af fjármálakerfinu,

þá gerir það samanlagt

12.500.000.000 kr

Það er tólf þúsund og fimm hundruð miljónir.

eða tólf og hálfur miljarður.

ooooo

Ef hver íbúðareigandi átti 10 milljónir í íbúðinni,

þá er talan

25.000.000.000

Það er tuttugu og fimm þúsund miljónir

eða

tuttugu og fimm miljarðar.

Þessar upphæðir á að sjálfsögðu að greiða til baka,

og svo hæfilegar skaðabætur.

ooooo

Best er að þetta sé greitt með hluta í íbúð eða íbúðarhúsi.

Alls ekki taka við greiðslu í peningum frá fjármálakerfinu.

ooooo

Þar sem fjármálakerfið hefur ekki gætt hagsmuna íbúða og íbúðahúsaeigenda,

er rétt að endurskapaður íbúðalánasjóður,

SJÓÐUR „0“

taki við húsnæðislánum.

SJÓÐUR „0“ lánar til 30 eða 40 ára verðtryggt í launum,

og vextir 0,5% umsýsla.

Má athuga um 0,5% auka vexti í varasjóð.

ooooo

Það er ekkert skrítið við SJÓÐ „0“

Fjármálafyrirtækin hafa alltaf lánað út úr SJÓÐI „0“

Peningar skapaðir í bönkum út um öll lönd hafa verið skapaðir í SJÓÐI „0“

ooooo

Þú lést þér ekki nægja að skrifa töluna og segjast eiga töluna,

Þú lést einnig eign heimilisins hverfa með verðhjöðnuninni.

Er ég þú, eða ert þú ég,

betra er að segja við.

Egilsstaðir, 02.02.2014 Jónas Gunnlaugsson  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband