Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

Ég var að reyna að senda þetta sem athugasemd við grein hjá:

PISTLAR: Bjarni Már Gylfason

Illframkvæmanlegt og óskynsamlegt réttlæti

En ég kunni ekki til verka, laga síðar

Sönn skáldsaga 

Þeir sem áttu fjármuni í bönkum, fengu mun verðminni krónur.

Það var ekki verðtryggingin sem var og er vandamálið.

Það var og er Kreppufléttan, sem er að fyrst spana ég upp verðbólgu,

og síðan loka ég á fyrirgreiðslu í bönkunum og þá kemur verðhjöðnun.

--

Við verðhjöðnunina, fellur verðmat eignanna sem duga þá ekki lengur

fyrir eign húseigandans og skuld við bankann.

Þá segir bankinn að eign húseigandans, til dæmis 50% sé farin.

Nú dugar eignin aðeins fyrir láninu í bankanum.

Bankinn segir, nú tek ég eignina upp í skuldina.

Svona hirðir fjármálastofnunin flestar eignir.

--

Á sama tíma gufa upp eignir fjárfestingafélaga og fyrirtækja.

Þá segir bankinn.

Ríkið verður að koma og hjálpa bönkunum.

Ég bankinn er farinn á hausinn.

--

"Þá fær ríkið lán í tómum bankanum til að lána bankanum."

"Þetta er aðeins setningar á A4 blaði í bankanum, það er hugmynda tala."

 

"Þarna er ég búinn að festa ríkið að greiða mér vexti af "engu."

--

Og aftur, bankinn sagðist vera kominn á hausinn og voru öll veðin seld til fjármálafyrirtækja á til dæmis 3% af höfuðstól.

Þarna náði fjármálafyrirtækið öllum eignum bankans, fólksins.

Fjármálafyrirtækið, bankinn, vogunarsjóðurinn, ég á þá alla.

--

Nú þarf ég ekki lengur á verðhjöðnunni að halda, svo að ég endurmet eignirnar.

Ég sendi út fréttatilkynningu um

að eignir fjármálafyrirtækjanna, bankanna, vogunarsjóðanna,

allra hafi aukist síðustu fjögur árin um

einhverjar þúsundir milljarða,

og þú manst að ég á þá alla,

vogunarsjóðinn, bankann og fjármálafyrirtækið.

--

Með þessari „KREPPUFLÉTTU“

það er fyrst „VERÐBÓLGU“, og síðan „VERÐHJÖÐNUN,“

hef ég blekkt út úr þér flestar eignir í þjóðfélaginu.

--

ERT ÞÚ STOLTUR AF AÐ LÁTA FARA SVONA MEÐ ÞIG?

 Kreppufléttan, endurtekið

Egilsstaðir, 16.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband