Landsvirkjun og Orkusala.
14.11.2013 | 18:40
Sett á bloggið hjá Ómari Geirssyni
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1328163/
Landsvirkjun og orkusala
Ég ætla að reyna að vera ekki stóryrtur.
Stóriðjan hefur gert okkur fært að virkja hæfilega stórar hagkvæmar virkjanir.
Þessar virkjanir hafa gert okkur kleift að selja rafmagn til stóriðju.
Orkan til stóriðju er greidd með gjaldeyri.
Þar hefur fjöldi starfa skapast, sem eru greidd með útflutningi.
Greiðslan til Íslands er greidd í gjaldeyri.
Með þessari stefnu hefur okkur tekist að halda nær fullri atvinnu í landinu.
Rafmagn til heimila er mun ódýrara á Íslandi en í Evrópu,
vegna þessara hagkvæmu virkjana, og raforkusölu til stóriðju.
Þegar fjármálakreppan, sem var búin til af stórbönkum heimsins,
Skall á Íslandi, þá ætluðu fjármálafyrirtækin að yfirtaka orkulindir Íslands.
Vegna þess að stjórnvöld á Íslandi höfðu reynt að greiða niður skuldir,
þá stóðum við betur að vígi.
Mér sýndist einhver gefa í skin að Evrópu auðvaldið, hefði ekki viljað framlengja
lán til Landsvirkjunar.
Við getum rétt hugsað okkur hve Bretar og Evrópa hefði staðið betur að vígi,
til að setja á okkur þumalskrúfu, ef við hefðum þurft að selja þeim raforku
í gegn um streng.
Stóriðjan, álverin á Íslandi höfðu sömu hagsmuni og við íslendingar
að halda öllu gangandi á Íslandi.
Við erum farin að skilja að kreppan var búin til af fjármálafyrirtækjunum,
til að ná eignum fólksins.
Ég þarf að lesa betur bloggið hans Bjarna Jónssonar,
Til að skilja þetta betur.
http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1324369/
Nú verð ég að hlaupa frá þessu.
Egilsstaðir, 14.11.2013 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.