Skilja "KREPPUFLÉTTUNA"

„KREPPUFLÉTTAN“

Skuldir einkabankanna

Að ná eignunum.

Eina ráðið er að nógu margir skilji „KREPPUFLÉTTUNA.“

Þá verða og geta stjórnmálamennirnir notað þann skilning

til að hjálpa sér að vinna fyrir þig, okkur.

--

Þú getur skýrt fyrir stjórnmálamönnunum hvað heimilin misstu.

--

Sveinn Rósinkrans Pálsson skrifar.

Forsendubresturinn horfinn

--

Þetta er alveg rétt hjá þér Sveinn.

Kreppufléttan, það er verðbólgan og svo verðhjöðnunin er búin að vinna vinnuna sína.

Það er að færa stóran hluta af eignum fólksins til fjármálafyrirtækjanna.

--

Og eins og þú segir, allt er komið í lag, nema að fjármálageirinn

náði eignunum af fólkinu.

--

En, nú skulum við muna að allt var í lagi á Íslandi, nema svindl fjármálageirans.

Framleiðslan á fullu, og við sem betur fer búnir að stórauka atvinnu og útflutning, þegar við reistum álver á Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka.

--

Eftir stendur að fjármálafyrirtækjunum tókst að ná eignum fólksins.

Fjármálafyrirtækin náðu, Íbúðunum, íbúðarhúsunum, verslunar og verksmiðju húsunum, vinnutækjunum og fyrirtækjunum.

--

Við höfðum sem betur fer komið góðu lagi á nýtingu sjávarafla og reist orkuver og verksmiðjur.

Þessi atvinnustarfsemi skapar nú gjaldeyri og atvinnu.

Að sjálfsögðu skildu margir að þú étur ekki fisk sem engin veiðir.

Og þú greiðir útlendu vörurnar með fiski, áli, listsköpun, hugbúnaðargerð og ferðaþjónustu og öllu því sem þú getur gert með dugnaði og kunnáttu.

--

Nú á eftir að skila til baka Íbúðunum, íbúðarhúsunum, verslunar og verksmiðju húsunum, vinnutækjunum og fyrirtækjunum.

Við getum allir lesið okkur til um hvernig „Kreppufléttan,“ það er „VERÐBÓLGAN“ og svo „VERÐHJÖÐNUNIN“  nær eignunum af fólkinu.

--

Við skulum standa saman í því að lesa og læra um

hvernig þessi „KREPPUFLÉTTA“ virkar.

--

Gangi þér og ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 09.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

000

 Kreppufléttan, endurtekið

Hent upp í hillu A4 blað

Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.  

www.herad.is

http://jonasg-egi.blog.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband