Íslensk orka
29.9.2013 | 11:35
Íslensk orka
Við skiptum frá olíu yfir í raforku í bræðslunum á Austurlandi árið 2012 ?
Þetta ásamt fleiru varð til þess að það lækkaði í lóninu í Kárahnjúkum
síðasta vetur.
Þá kom í ljós að skortur var á raforku á Asturlandi,
en næg raforka var til á Suðurlandi.
Það hafði gleymst að byggja línu frá Kárahnjúkum að Vatnsfelli við Þjórsá.
Við þurfum að fá þessa línu strax og góðan veg um leið
frá Kárahnjúkum yfir á Sprengisand.
Einnig þarf að endurnýja Byggðalínu, þannig að hvor línan sem er
geti annað álaginu.
Ef það kæmi eldgos, þá er gott að hafa tvær flutningsleiðir, ef önnur dettur út.
Þetta gildir bæði um veginn og línurnar.
Gott er fyrir ferðaþjónustuna að fá vegin, Kárahnjúkar yfir á Sprengisandsleið.
Þá er hægt að dreifa umferðinni, og hafa nokkrar slaufur út í óbyggðirnar.
Þannig geta rútubílstjórar og fararstjórar farið í nokkrar slaufur
til að sýna ferðamönnunum eftir þvi sem tími er til.
Aðalvegurinn verður að sjálfsögðu með olíumöl, og trúlega hluti af slaufunum.
Gleymum nú ekki að við stöðvuðum álversbyggingu við Húsavík,
en fjölguðum ríkisstarfsmönnum við náttúruvernd.
Við rákum einnig fjölda heilbrigðisstarfsmanna.
Nú eru ekki til peningur á fjárlögum til að greiða þessum ríkisstarfsmönnum laun.
Við verðum að fjölga fyrirtækjum sem geta borgað hæfilega
skatta og skapað fólkinu vinnu.
Það fólk sem vill ekki stofna til atvinnuuppbyggingar, ætti að hugsa þessi mál til enda
Get ég leyft mér að fá vinnu og tekjur, oft frá ríkinu,
en halda öðrum frá sömu lífsgæðum.
Ég læt engan heyra það að ég vilji fá allt frá öðrum löndum,
en vilji ekki framleiða vörur og veita þjónustu
til baka til annara.
Þú getur allveg framleitt vörur og veitt þjónustu og búið samt í vistvænu landi.
Vatnsaflsvirkjannir, gufuaflsvirkjannir og hitaveitur eru af náttúrunni,
og náttúran er mun stórtækari þegar hún gerir sínar breytingar
á landinu.
Egilsstaðir, 28.09.2013 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.