Einfalt peningakerfi.

Einfallt peningakerfi.

 

Bókhald

 

Kvittun

 

Endurtekið

 

Þú ert með fisk og ég er með kartöflur.

 

Ég vil fá fisk frá þér fyrir kartöflur.

 

Þú vilt ekki selja fisk fyrir kartöflur.

 

Við veltum vöngum, hvað getum við gert?

 

Okkur dettur í hug að klippa út 10 miða,

Og skrifum 1 á hvern miða.

 

Þú færð 5 miða, og ég 5 miða.

 

Nú rétti ég þér 1 miða og fæ hjá þér fisk.

 

Þá átt þú 6 miða og ég 4 miða.

 

Þessi 6. miði þinn er þín kvittun fyrir

að þú eigir fiskinn inni í kerfinu.

 

Þarna getum við séð að miðinn er kvittun, það er bókhald.

 

Í dag hafa fjármálafyrirtækin tekið að sér að klippa miðana,

Og klipparinn segist lána þér miðana

sem séu verðmæti.

 

Miðarnir sem voru áður seðlar, eru nú rafboð í tölvum.

 

Að sjálfsögðu er klipparinn ekki að lána þér verðmæti

þótt hann klippi miðana.

 

Egilsstaðir, 13.08.2013 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband