Bankinn nær eignum húseigenda og fyrirtækjaeigenda.

Bankinn nær eignum húseigenda og fyrirtækjaeigenda.

Nú erum við í dag að leggja loka hönd á,

að færa eignir fólksins, heimili og fyrirtæki

til Landsbankans, og svo nú frá Landsbankanum,

til ríkisins og einkaaðila.

Kreppufléttan er búin að gera sitt gagn,

að flytja eignir fólksins til eigenda

fjármálafyrirtækjana.

Við þurfum að kortleggja þessa fléttu,

svo að við skiljum hana vel.

Hver veit nema unga fólkið auki vitund sína,

og frelsi okkur frá svona eignaupptöku.

Munum aftur og enn,

fjármálafyrirtækið lánaði ekki neitt.

Fjármálafyrirtækið skrifaði töluna, og sá til þess að eign

húseigandans og að eign eiganda fyrirtækisins

gufaði upp,  með kreppufléttunni.

Talan sem fjármálafyrirtækið skrifaði í tölvuna sína,

er nú ef til vil orðin gjaldeyrir í eigu eigenda fjármálafyrirtækisins.

Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga?

Ætlar þú að þakka fyrir eignaupptökuna,

í kosningunum 27.04.2013

Ef við náum að auka vitund okkar,

þá skiljum við þetta.

Sendu þetta út um borg og bæ.

 Svona sýnist mér þetta vera,

ef þú veist betur, vinsamlega segðu mér frá því.

Egilsstaðir, 11.04.2013 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband