Hugleikur
10.12.2012 | 22:24
Hugleikur
http://www.herad.is/y04/1/2012-12-10-hugleikur.htm
Á að segja börnum sannleikann.
Að sjálfsögðu JÁ.
==
Er jólasveinninn til.
Að sjálfsögðu JÁ.
==
Er engill til.
Að sjálfsögðu JÁ
==
Er persóna í leikriti til.
Að sjálfsögðu JÁ
==
Að sjálfsögðu segjum við börnum sannleikann,
eftir því sem þeirra skilningur leyfir,
og eftir því sem okkar skilningur á sannleikanum leyfir.
Við notum ástúð og umhyggju, eins og náttúran, Guð gerir.
Náttúran, Guð setur ástúð og umhyggju í foreldrana,
til að foreldrar ali nútímann upp fyrir framtíðina.
==
Við erum jólasveinarnir.
==
Við erum englarnir.
==
Við erum leikararnir í leikritinu.
Persóna í leikriti er til í leikritinu.
Getur verið meiri sannleikur í leikritinu en í lífinu sjálfu? já/nei
==
Þegar þú hefur mótað hugmyndina í huganum,
og kennt öðrum að skilja hana,
þá búum við til hugmyndina.
Í upphafi var ORÐIÐ og ORÐIÐ var GUÐ.
Við búum til og lifum í sýndarveruleika.
==
Ef til vill segir ánamaðkurinn, það er enginn maður til.
Að sjálfsögðu er maðurinn til.
==
Ef til vil segir maðurinn, það er enginn engill til.
Að sjálfsögðu eru verur, englar í næsta vídd fyrir ofan okkur.
==
Stundum segir maðurinn, það er enginn Guð til.
Mundu nú eftir hvað ormurinn sagði.
Erum við á sama vitsmunastigi og ormurinn?
Að sjálfsögðu er Guð til,
garðyrkjumaðurinn, ræktandinn.
Hugleikur
Eg. 10.12.2012 jg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.