Synd verður til *

 http://www.herad.is/y04/1/2012-02-17-1808-synd-gera-rangt.htm

Synd verður til *

Fyrir árþúsundum var byggð langt upp í fjöllunum.

Öðru megin við fjöllin í 250 kílómetra fjarlægð var þorp, þar stunduðu þorpsbúar svínarækt.

Hinumegin við fjöllin í 250 kílómetra fjarlægð var annað þorp, þar ræktuðu þorpsbúar sauðfé.

Einn og einn fjallabúi fór yfir í þorpin á sléttunni.

Stundum komu þessir fjallabúar heim í gömlu fjallabyggðina.

Fjallabúar tóku eftir því að þeir fjallabúar sem höfðu dvalið í þorpinu,

þar sem þorpsbúar ræktuðu svín, fengu eitthvað ókennilegt í holdið,

og dóu tiltölulega ungir. **

Þeir fjallabúar sem höfðu dvalið í þorpinu þar sem þorpsbúar stunduðu sauðfjárrækt,

komu hressir og heilbrigðir heim.

Fjallabúar höfðu íhugunar hópa, sem fóru að velta þessu fyrir sér.

Þeir sáu að þeir sem átu svínin urðu ekki langlífir,

en hinir sem átu sauðfjárafurðir virtust spjara sig betur.

Eins og íhugulum mönnum sæmir sáu þeir að,

það að éta svínakjöt væri orsökin

fyrir veikindunum.

Fjallabúarnir sem stunduðu íhugunina, höfðu lært að tappa af alheimsvitinu.***

Nú stóðu forustumenn fjallabúa frammi fyrir því,

að fá alla til að hætta að borða svínakjöt.

Forustumennirnir gátu ekki skýrt hvað hér var á ferðinni,

en sögðu öllum að Guð hefði sagt að alls ekki mætti

borða svínakjöt.

Þessi boð frá guði kölluðu þeir synd, það er má alls ekki,

og gátu þannig búið til allsherjarreglu,

til að bjarga hópnum frá skaða.

-

Synd var notað um það sem olli skaða, um það sem ekki mátti gera.

-

Aftur á móti þegar aðallinn sagði að ekki mætti borða hrossakjöt,

þá var það til að banhungruð alþýðan æti ekki alla hestana.

Hestarnir voru notaðir af aðlinum

og til að halda uppi lögum og reglu.

-

* Synd, að gera rangt, hefur óæskilegar afleiðingar.

-

**fleskormur, purkormur, tríkína

-

***Þeir notuðu hugheima, og andann, (hvað er nú það?)

eftir að þeir höfðu farið í hugleiðslu, við köllum það bæn.

Þannig náðu þeir sambandi við alheimsvitundina, við köllum það Guð.

Þessi lausn var allgóð, miðað við þekkingu þess tíma.

.

Egilsstaðir, 17.02.2012 jg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband