Hressum upp á mynnið
17.3.2012 | 23:00
http://www.herad.is/y04/1/2011-02-12-1436-Hressum-mynnid.htm
Hressum upp á mynnið
Mundu að bankakerfið er rekið eftir reglum alþjóða bankakerfisins,
og farðu strax að kynna þér málið,
svo að þú getir lagað peningakerfið.
Það þýðir ekkert að vera reiður, þá skilur þú ekkert.
Reyndu frekar að spyrja, hversvegna þú skilur ekkert.
Reyndu að athuga, lesa hvað spekingar fyrri árþúsunda,
sögðu um hvernig fólkið héldi skilningnum,
eða glataði skilningnum.
Spurðu spekingana í dag, ef þeir eru til, hvernig stendur á því,
að þeir sem halda samninginn, eignast landið, (allt)
en þeir sem svíkja, eða eru kærulausir, glatast.
Hér gildir það sama eins og í þróun, eða sköpun heimsins.
Vestrænar þjóðir hafa breytt mörgum lögum þannig,
að þau samræmast ekki kenningum spekinga
fyrri alda.
Alþingismenn, hafið þið haft hliðsjón af hugsjónum,
bestu manna árþúsundanna.
Hafið þið lesið um gömlu gildin, og farið eftir þeim.
Fór ekki allt að ganga á afturfótunum,
þegar þið breyttuð reglunum,
frá gömlu gildunum.
Hvað eru það mörg hundruð miljónir,
sem við í vestrænum þjóðfélögum,
drepum í dag, með fóstureyðingum?
Hvað drepum við marga með því að búa til eldsneyti úr mat?
Hvað drepum við marga með því að nota korn
sem dugar fyrir 20 manns í að búa til hamborgara
sem dugar fyrir einn mann.
Við þurfum 20 til 30 sinnum meira af auðlindum,
ef við borðum kjöt, heldur en ef við borðum korn,
grænmeti, rætur, plöntusvif og þvíumlíkt.
Þarna erum við að eyðileggja jörðina,
með því að rækta 20 til 30 sinnum meira
en við þurfum.
Gróður jarðarinnar er mun náttúrulegri, en kjötið,
þar sem dýrið er í búri og sér aldrei sólina.
Við þorum varla að horfast í augu við gerðir okkar.
Egilsstaðir, 12.02.2011 JG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.