Handrukkun
17.3.2012 | 22:54
http://www.herad.is/y04/1/2011-02-02-handrukkun.htm
Handrukkun
Ég var að horfa á hluta af fréttunum núna klukkan 19:00, 29.01.2011
Helst mátti skilja að Íslendingar
fengju ekki venjulega fyrirgreiðslu,
vegna Búðarhálsvirkjunar,
nema að Íslendingar,
greiddu ICAVE.
Þarna virtist koma fram að ef að við greiðum ekki skuldir,
alþjóða banka kerfisins, þá fáist ekki eðlileg viðskipti
við stóru bankana í veröldinni.
Þetta verða þingmenn að skýra fyrir okkur,
svo að við getum metið stöðuna.
Írar eru komnir með allt í vandræði, af því að þeir eru að reyna,
að greiða upp skuldir alþjóðabankakerfisins.
Svo segja fréttamiðlarnir að bankakerfið sé að lána Írum!!!
Við verðum að fá kennslu frá til dæmis,
Fylkisbankanum í Norður Dakota.
Hin ýmsu ríki Bandaríkjanna eru að huga að stofnun fylkisbanka,
til að komast fram hjá Alheimsbanka vandræðunum, (svindlinu).
Athugum hvort við getum fengið fyrirgreiðslu hjá þessum bönkum,
sem eru reknir af viti og ábyrgð.
Einnig að athuga hvort álfyrirtækin sem við semjum við,
vilja stuðla að fjármögnun.
Þarna er orkuvirkjun með langtíma samning við framleiðslufyrirtæki.
Einnig yrði að greiða inn í tryggingarsjóð, vegna,
eldgosa, flóða og jarðskjálfta.
Einhverskonar viðlagatrygging.
Til að byrja með mætti tryggja að hluta,
hjá einhverju stóru tryggingafélagi.
Handrukkun,
(ekki tíma)
Egilsstaðir, 02.02.2011 JG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.