Innanríkisráðuneyti
17.3.2012 | 22:47
http://www.herad.is/y04/1/2011-01-25-innanrikisraduneyti.htm
Innanríkisráðuneyti
Innanríkisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, þetta nafn kallar á minningar.
Í hugann kemur mynd af ráðuneyti sem var notað til að kúga lýðinn.
Svona mótumst við af fréttum síðustu áratuga.
*
-
Við á Íslandi vorum að leggja niður einhver ráðuneyti og stofnuðum innanríkisráðuneyti.
Þetta innanríkisráðuneyti, verður því öflugra, og hefur fleiri þræði í sínum höndum.
Þetta leiðir til meiri miðstýringar.
*
Við á Íslandi fækkuðum sýslumannsembættum.
Það leiðir til meiri miðstýringar.
*
Einnig fækkuðum við á Íslandi lögreglustjóraembættum.
Einnig það leiðir til aukinnar miðstýringar.
*
-
Þarna hefur breytingin á stjórnsýslunni, öll verið til að auka miðstýringu.
Vegna þessara gömlu minninga, eru margir aldnir,
með mikla andúð á aukinni miðstýringu.
*
-
Miðstýringin léttir einræðisöflum að ná tökum á þjóðinni.
Er einhver ástæða til að færa stjórnkerfið frá fólkinu, og í átt að miðstýringu.
*
-
Gott er að sem flestir hugi vel að þessum breytingum,
og hvort þær þjóna okkar bestu hagsmunum.
Egilsstaðir, 25.01.2011 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.