Við verðum allir að bæta okkur, heimurinn er að breytast.
Heyrði umræðu um banka og lífeyrissjóði á Bylgjunni, í þættinum Bítið - Hagfræðin er í öllu: Allt frá ástarsamböndum til morgunbollans.
Ég fór að hugsa málefnið aðeins.
Peningar og peningar er ekki alltaf sami hluturinn.
Selabankinn hefur falið bönkunum að "prenta", skrifa tölur, bókhald úr sjóði-0 og "lána", afhenda það til fólksins sem notar "peninginn" bókhaldið til að byggja íbúðir.
Þegar byggingar aðilar, fólkið sem byggði íbúðirnar og fólkið sem kom með efnið í húsið hefur fengið greitt er húsið skuldlaust.
Þá er húsið eign framkvæmda getu þjóðarinnar og við getum sagt að húsið sé veð fyrir töluna í SJÓði-0, til að sjá flæðið og auka skilning.
Peningur, bókhald lífeyrissjóðsins er aftur á móti eign þeirra sem greiddu í lífeyrissjóðinn.
Ef lífeyrissjóðurinn fær leyfi hjá Seðlabankanum til að "prenta" peninga, bókhald eins og bankarnir frá SJÓÐI-0, þá er komin upp ný staða.
Auðvitað er ekkert vit í því að einkabanki þykist eiga peningaprentunina, tölurnar, bókhaldið sem bannkinn færir skrifar í bókhaldið sitt.
Öll skuld Bandaríkjanna er aðeins færsla einka aðila í bankanum sínum.
Meira ?
Egilsstaðir, 05.12.2023 Jónas Gunnlaugsson
Bloggar | Breytt 7.12.2023 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)