Engin rannsókn hefur verið sett af stað til rannsóknar á því hvort fullyrðingar .... í ríkisfjölmiðli, sem ekki eru studdar neinum sönnunargögnum, víki til hliðar þeirri réttarvernd sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmálar .... eiga að veita?

Mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Fróðlegt.

000

12.8.2016 | 20:16

HVER VAR EIGANDI WINTRIS Inc. ????

Höfundur

Guðbjörn Jónsson

.... "Ríkisútvarpið sjónvarp, er 100% á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, sem fer með allt hlutafé í RÚV ohf. Hann var ekki ábyrgur fyrir því að sýndur var kastljósþáttur þar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar hans, var með rakalausum ósannindum rændur æru og trúverðugleika. Menntamálaráðherrann er hins vegar ábyrgur fyrir þeirri þöggun sem ríkt hefur í þessu stærsta lögbroti Ríkisútvarpsins frá stofnun þess. Engin rannsókn hefur verið sett af stað til rannsóknar á því hvort fullyrðingar eins manns í ríkisfjölmiðli, sem ekki eru studdar neinum sönnunargögnum, víki til hliðar þeirri réttarvernd sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmálar Evrópu og Sameinuðu þjóðanna eiga að veita? Er raunveruleiki þjóðfélags okkar sá, að orð þessa eina manns, víki til hiðar allri réttarvernd fólks í þessu landi? Óskað var viðtals við ráðherra menntamála um þessa framvindu. Ráðuneyti menntamála svaraði erindinu með eftirfarandi hætti:

„Það tilkynnist yður hér með að ráðuneytið hefur ekki tök á að koma til móts við málaleitan yðar.“

Þarna er það skráð á skýrri íslensku að ráðuneyti menntamála hefur ekki tök á andsvari gegn því að EINN maður ræðst, í ríkisfjölmiðli, að æru æðsta embættismanns ríkisins, án þess að færa fram eina einustu sönnun fyrir máli sínu.

EN, ráðuneyti menntamála treystir sér ekki til að ræða málið opinberlega. Er raunveruleikinn virkilega sá að „héraháttur“ sé búinn að ná svona algjörri yfirhönd í æðstu stjórnunarstofnunum lýðveldis okkar?

ER ÞETTA RAUNVERULEIKINN?" ....

Egilsstaðir, 14.08.2016 Jónas Gunnlaugsson

 


Bloggfærslur 15. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband