Stórþjóð getur keypt flest á Íslandi á fáum árum.

Nú er að læra að hugsa.

Stórþjóð getur keypt flest á Íslandi á fáum árum.

Smáþjóð getur keypt örlítið hjá stórþjóðinni.

Nú setjum við jafnræðis reglur um að íslendingar megi ekki kaupa nema 2%

af landi og eignum í heiminum. (Cirka prósenta)

Á sama hátt, má heimurinn ekki kaupa meira en 2% af landi og eignum á Íslandi.

Við verðum einnig að sjá til þess að ekki sé hægt að nota leppa til að ná eignunum frá fólkinu í landinu.

Við verðum að tengja landið og eignirnar við þarfir fólksins á hverjum tíma.

Einhverstaðar heyrði ég að land í Kína gengi til ríkisins á 70 ára fresti.

Við megum ekki vera svo bláeygir að við vöknum upp við það

að einhver lönd eða fyrirtæki geti sagt að þeir eigi þetta

allt saman og hvort við viljum ekki gera svo vel

að færa okkur af eignunum sem þeir eigi núna.

Hér er ekki verið að hugsa í vinstri eða hægri, sameign eða einkaeign.

Aðeins, að stjórna umhverfinu okkar, öllum til hagsbóta.

Við eigum fullt af góðu fólki sem getur hugsað þetta fyrir okkur.

Egilsstaðir, 13.02.2015 Jónas Gunnlaugsson


Er allt til sölu?

Er allt til sölu?

Voru einhverjir að reyna að selja lífeyrissjóðunum Landsvirkjun?

Ef lífeyrissjóðirnir vinna eins og fjárfestir, er þá allt falt fyrir rétt verð?

ooo

Guðni Ágústsson segir okkur að Framtakssjóður Íslands,

það eru íslensku lífeyrissjóðirnir, séu búnir að selja til dæmis

fiskútflutningsfyrirtækið Icelandic til útlanda.

ooo

Eins og köld vatnsgusa að sjóðir og fjármálastofnanir í eigu fólksins í landinu selji Promens til útlanda

„Guðni bendir á að Framtakssjóðurinn hafi einnig selt

fiskútflutningsfyrirtækið Icelandic.

En þá kemur stóra bomban eins og köld vatnsgusa yfir mann …

Fólkið í landinu á fyrirtækið, helmingseigandi er Landsbankinn, ríkisbanki.

Hinn helminginn á Framtakssjóður Íslands og fólkið á þann sjóð í gegnum lífeyrissjóðina“.

ooo

Hvað er hér í gangi?

Við virðumst halda að „Bókhald“ það er „Peningar“ geti komið í stað eigna,

það er lands, húsnæðis og framleiðslutækja.

Bókhaldið, peningurinn, getur orðið verðlaus.

ooo

Nú er að fá hugsuðina okkar til að skoða málið.

Egilsstaðir, 12 .02.2015 Jónas Gunnlaugsson

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1343560/

Fjármál OR

Landsvirkjun og Orkusala.

Rafbílar

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1331532/

Fjármálakerfið, kreppan 2008

 


Bloggfærslur 13. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband