Allir verða að eiga blað með einhverjum sannleiks kornum, Að hverju leitum við, hvað þarf að laga. Bankinn lánar aldrei neitt, skrifar aðeins bókhald. Bankinn á ekkert í húsinu. Þá er húsið í eigu framleiðslu getu fólksins, þjóðarinnar.

 

Skoða

Eitt sinn sagði Henry Ford,

"Það er gott að fólkið skilur ekki fjármálakerfið,

annars myndi það gera uppreisn,

strax í dag." 

***

Henry Ford once said,

It is well that the people of the nation

do not understand our banking and monetary system,

for if they did, I believe there would be a revolution

before tomorrow morning.

000

Allir verða að eiga blað með einhverjum sannleiks kornum, 

Að hverju leitum við, hvað þarf að laga.

Bankinn lánar aldrei neitt, skrifar aðeins bókhald. 

Banki lánar, skrifar 50 milljónir til Jóns og Gunnu til að byggja hús, þá byggja verkamennirnir húsið og búa til byggingavörurnar. 

Þegar þessir sem komu með vinnu huga og handa hafa fengið greitt fyrir sína vinnu, er húsbyggingin skuldlaus. 

Bankinn á ekkert í húsinu. 

Þá er húsið í eigu framleiðslu getu fólksins, þjóðarinnar. 

Reglunni í dag breytum við þegar nauðsyn krefur og skilningur vex.

Fólkið þarf hús, og fyrst segjum við að greiðsla verði 10% af tekjum til eignamyndunar, og 10% af tekjum til viðhalds. 

Muna að hús eru fyrir fólkið, og ef einhver vandræði eru þá þá hafi fólkið alltaf hús.

Vinna og tekjur þarf að vera réttur. 

000

Pappírs peningar eru bókhald, nótur með mismunandi tölum, með þeim er hægt að stunda kaup og sölu hvar sem er. 

Bankinn segist lána þér en það er misskilningur, bankinn skrifar aðeins töluna og lánar ekkert. 

Allar fréttir og allt skólakerfið er látið kenna þér að einkabankinn láni þér, en það er ósatt, það er skrökvað, spilað á alla.

Allir eru klístraðir, til að hægt sé að hóta öllum, og láta þá hlíða. 

Þegar ég hef nótu, peningaprentunar leyfið, þá get ég keypt alla fjölmiðlana og öll fyrirtækin. 

Þá kenni ég þér það sem henntar mér til að þú skiljir ekkert. 

Ég má ekki eyða tíma í þetta, fer efst.

 

 

slóð

Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og... - jonasg-egi.blog.is

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2268224/

Árið 1750 ríkti mikil velsæld á Nýja Englandi. Benjamin Franklin skrifaði: „Fólk bjó við gnægtir í nýlendunum og friður ríkti á öllum landamærum. Það var erfitt, jafnvel ómögulegt, að finna ánægðari og meira velmegandi þjóð á allri jarðarkringlunni. Öll heimili bjuggu við farsæld.

Almennt lifði fólkið samkvæmt háum siðferðislögmálum og menntun var útbreidd.

Þegar Franklin fór til Englands sem fulltrúi fyrir nýlendurnar sá hann allt aðrar aðstæður: Vinnufólk í heimalandinu þjáðist af hungri og var plagað af fátækt sem það gat ekki flúið. „Strætin eru morandi í betlurum og umrenningum,“ skrifaði hann. Hann spurði enska vini sína hvernig á því stæði að á Englandi, með öllum sínum auði, væri svona mikil örbirgð á meðal verkalýðsstéttanna.

Vinir hans svöruðu að England væri fórnarlamb hræðilegra aðstæðna: Þar væri of margt verkafólk!

Hinir ríku sögðu að þeir væru nú þegar sligaðir af sköttum og gætu ekki borgað meira til að koma til móts við þarfir og létta fátækt hins mikla fjölda verkafólks. 

Nokkrir ríkir Englendingar þessa tíma trúðu í raun því sem hagfræðingurinn Thomas Malthus skrifaði seinna; að stríð og farsóttir væri nauðsynlegt til að hreinsa landið af „umfram mannafla“.

Fólk í London spurði Franklin hvernig amerísku nýlendunum tækist að safna nægum peningum til að halda uppi fátækraheimilum sínum og hvernig þær gætu sigrast á þessari plágu atvinnuleysis og örbirgðar.

Franklin svaraði: „Það eru engin fátækraheimili í nýlendunum og ef þau væru til þá væru engir til að setja þangað þar sem í nýlendunum er ekki ein einasta manneskja án atvinnu, hvorki betlari né umrenningur.“

Vinir hans trúðu ekki eigin eyrum eða skildu hvernig þetta gæti staðist.

Þeir vissu að þegar fátækrahús og fangelsi á Englandi yfirfylltust þá var vesalings vistmönnunum og föngunum skipað út eins og búpeningi og þeir skildir eftir á hafnarbakka nýlendanna, ef þeir lifðu af óþrifnaðinn og skortinn á sjóferðinni. (Í þá daga var skuldsettu fólki á Englandi varpað í fangelsi ef það gat ekki borgað skuldir sínar og fáir sluppu aftur út þar sem þeir gátu ekki unnið sér inn peninga í fangelsinu.)

Í ljósi alls þessa spurðu kunningjar Franklins hvernig hann gæti útskýrt þessa ótrúlegu velsæld í nýlendum Nýja Englands.

Franklin sagði við þá: „Þetta er einfalt mál! Við gefum út okkar eigin pappírspeninga. Þeir eru kallaðir „nýlenduseðlar“ Colonial Scrip.

Við gefum þá út til að borga umsaminn kostnað og framlög eins og ríkisstjórnin ákveður. Við fullvissum okkur um að þeir séu gefnir út í nægilegu magni til að vörurnar flytjist auðveldlega á milli framleiðanda til neytanda. Með öðrum orðum: Við gætum þess að það séu alltaf nógir peningar í umferð fyrir hagkerfið.

Á þennan hátt, með því að búa sjálf til okkar eigin pappírspeninga, þá stjórnum við kaupmættinum og þurfum ekki að borga neinum vexti. Því sjáið til, lögmæt stjórnvöld geta bæði varið peningum og lánað peninga í umferð og dreifingu á meðan bankar geta aðeins lánað táknræna upphæð af skuldaviðurkenningum sínum, því þeir geta hvorki gefið frá sér né eytt nema örlitlum hluta af því fé sem fólk þarf á að halda.

Þar af leiðir að á meðan bankarnir ykkar hér á Englandi setja peninga í umferð þá er alltaf höfuðstóll sem þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Afleiðingin af þessu er að það er alltaf of lítið peningamagn í umferð til að geta ráðið verkamenn í fullt starf.

Þið hafið ekki of marga verkamenn, þið eruð með of lítið af peningum í umferð og þeir sem eru í umferð bera eilífa byrði ógreiðanlegrar skuldar og okurs.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband