Seðlabankar verði í eigu stjórnvalda, en ekki í einkaeigu, Stjórnvöld ættu að búa til allann gjaldeyri. Peningar hætta að verða herrar yfir fólki og verða í staðinn þjónar mannfólksins. (Peningur er bókhald, jg )

(Muna að peningar eru aðeins bókhald, og ein grein er ekki endilega með allt rétt. jg)

(Það nær engri átt, að einkaaðilar fái eignirnar, ef þeir búa til kreppur, mundu að fólkið bjó allt til með huga og höndum, og við eigum að nota þá snjöllustu í hverju málefni. Fólkið eigi húsin sín. jg )

Þegar allt þetta hefur verið tínt til þá myndu einhverjir færa rök fyrir því að seðlabankar séu í eðli sínu ekki slæmir. Þeir þurfa bara að vera í eigu stjórnvalda en ekki í einkaeigu. Stjórnvöld ættu að geta gefið út sína eigin peninga til hagsbóta fyrir fólkið og ættu ekki að þurfa að greiða háa vexti af sínum eigin skuldum. Þetta var reynt a.m.k. einu sinni í Bandaríkjunum og það var Lincoln forseti sem gerði það. Hann sagði:

„Stjórnvöld ættu að búa til, gefa út og koma í umferð öllum gjaldeyri og inneignum sem þörf er á til að koma til móts við eyðslu stjórnvalda og kaupmátt neytenda. Með innleiðingu þessara reglna spara skattgreiðendur stórar upphæðir í vaxtagreiðslum. Peningar hætta að verða herrar yfir fólki og verða í staðinn þjónar mannfólksins.“

000

Hér bæti ég inn í. Höfundur greinar talar  um peninga sem tryggða í málmi, og við verðum að skilja að verð á gulli er tilbúið verð.

Það var hægt að nota gullpeninga í gegn um aldirnar, vegna tilbúna verðsins á gullinu. 

Þá vissu aðilar að gullpeningurinn var virði þyngdar sinnar í gulli.

Í dag er skrifað að það sé búið að selja mörgrm sinnum meira af gulli, en er til í heiminum.

Peningur er bókhald. 

000

Tekið af vefsíðunni: https://www.youtube.com/watch?v=mQUhJTxK5mA

Birt þar 11. júní 2017

 

Velkomin í enn eitt Coldfusion-videó.

Ég ætla að byrja þetta vídeó með tilvitnun.

Henry Ford sagði einu sinni: „Það er eins gott að þjóðin skilji ekki banka- og peningakerfið okkar því ef hún gerði það held ég að það yrði gerð uppreisn áður en dagur rennur.“

Ég vitna í þessi orð því þau sýna í hnotskurn þá staðreynd að efni þessa vídeós gæti virkað óþægilegt, miðað við þau vídeó sem ég geri yfirleitt. Mér finnst ég samt nauðbeygður til að búa það til því ég hef verið að rannsaka fjármálaheiminn síðustu fjögur ár og það hefur svo sannarlega gefið mér flóknari sýn á heiminn.
Mig langar að segja ykkur frá sumu af því sem ég hef komist að. Ég ætla líka að gera vídeó um rafmyntir eins og Bitcoin einhvern tímann seinna og til að skilja hvers vegna Bitcoin og aðrar rafmyntir gætu haldið áfram að vaxa þá er algerlega nauðsynlegt að þið skiljið innihald þessa vídeós. Ég vona að ykkur finnist efnið áhugavert og að það hvetji ykkur til að leggjast í eigin rannsóknir.
Að þessum inngangi loknum þá byrjum við núna.

Hver ræður yfir peningunum okkar?

Þetta er einföld spurning!

Við vitum öll að þú og ég ráðum ekki yfir þeim.
Vinnuveitendur okkar ráða ekki yfir þeim.
Fyrirtækin sem þeir vinna fyrir ráða ekki yfir þeim.
Og hver gerir það þá?


Hvaðan koma þeir eiginlega?
Ég skal gefa ykkur vísbendingu ...


Peningar koma EKKI frá stjórnvöldum.
Þetta er tiltölulega augljós spurning sem aldrei er spurt eða kennd í skólum, einhverra hluta vegna.

Það er miður, því líf flestra er hreinlega helgað peningum. Fólk er endalaust að hafa áhyggjur af þeim eða tala um þá.

Við förum í skóla til að læra hvernig á að fara í háskóla, til að ná færni til að fá gott starf þannig að við getum skipt klukkustundum í ævi okkar út fyrir þetta sem kallað er „peningar“. Og hvers vegna ættum við þá ekki að vilja vita hvaðan peningarnir koma og hver gefur þá út?

Í dag, í þessu sérstaka vídeói, þá verður spurningunni „hver ræður yfir öllum peningunum okkar“ svarað.
Fólk veit að eitthvað er athugavert við peningakerfið okkar en það getur ekki áttað sig nákvæmlega á hvað er að. Sumir halda að þetta sé stjórnvöldum að kenna, aðrir að þetta sé brestur hjá kapitalismanum sjálfum.

Þetta vídeó ætti að útskýra nokkur atriði.

Það er árið 1694 og England hefur verið í stríði í 50 ár. Uppgefin ensk yfirvöld þurftu lán til að fjármagna pólitíska baráttu sína. Ákveðið var að hugmynd skoska bankamannsins Williams Paterson, um að einkabanki sem gæti gefið út peninga - sem búnir væru til út loftinu einu saman - til stjórnarinnar væri lausn vandans. Þetta var fyrsta nútíma seðlabankastarfsemin sem um getur.

Starfsemi seðlabanka hefur meiri áhrif en lög, stjórnvöld og stjórnmálamenn en svo undarlegt sem það er þá beinist athygli almennings ekki að þeim.

Spólum áfram til fyrstu ára 20. aldarinnar en eftir tvær misheppnaðar tilraunir vildi hópur bankamanna setja á stofn seðlabanka í Bandaríkjunum.
Það var í desember árið 1910 og öldungardeildarþingmaðurinn Nelson Aldrich fór um borð í einkalestarvagn í New York með sex öðrum mönnum. Fréttamenn máttu alls ekki sjá sexmenningana svo ekki væri farið að spyrja spurninga. Ákvörðunarstaður: Jekyll-eyja undan ströndum Georgíu. Fundurinn stóð í níu daga og þar hönnuðu þeir Seðlabanka Bandaríkjanna, (e. Federal Reserve System) myndaðan af tólf aðalbönkum (e. Federal Reserve Banks) og stjórnað af sjömannanefnd (e. Federal Reserve Board).  Þetta er allt skráð og skjölin eru opinber. Sumir mannanna skrifuðu um fundinn í æviminningum sínum.
Hér er tilvitnun frá Frank Vanderlip, forstjóra National City Bank í New York, frá 9. febrúar 1935 í The Saturday Evening Post:

„Ég var eins laumulegur – alveg jafn flóttalegur – og hvaða samsærismaður sem er. Við vissum að það mátti ekkert komast upp því annars hefði allur okkar tími og fyrirhöfn verið fyrir bí. Ef það hefði frést að þessi tiltekni hópur manna hefði hist og samið lagafrumvarp um banka þá hefði frumvarpið aldrei átt möguleika á að komast í gegnum þingið.“

Sexmenningarnir sem Nelson Aldrich kallaði saman voru t.a.m. bankastjórar, stjórnmálamenn, t.d. úr fjármálaráðuneytinu, og nokkrir af ríkustu mönnum í heimi á þeim tíma. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu ríkir þeir voru þá réðu þessir sex menn yfir fjórðungi af auðæfum heimsins árið 1910. Bankamennirnir sögðu almenningi í Ameríku að tilgangur kerfisins væri að koma jafnvægi á hagkerfið og losa tak bankanna á Wall Street á Ameríku. Vandinn var bara að mennirnir sem skrifuðu frumvarpið voru líka mennirnir sem þeir sögust ætla að stoppa.
Ef þeim tækist að ná sínu fram þá myndi það gefa litlum hópi manna leyfi til að búa til peninga úr engu og lána þá til amerískra stjórnvalda með vöxtum.

Hvers vegna var þetta þá gert í leyni?

Af því að almenningur í Ameríku vildi ekki seðlabanka. Þá, ólíkt því sem er í dag, vissi fólk hvað seðlabankar voru og skildi starfsemi þeirra vel. Hvar sem seðlabankar væru settir niður þar yrði efnahagslegur ójöfnuður, mikill munur á efnahagslegum vexti og dýfum, og eftir hverja dýfu yrðu toppar samfélagsins á dularfullan hátt ríkari en allir aðrir fátækari. Evrópa var gott dæmi á þessum tíma.
Lögin um Seðlabanka Bandaríkjanna voru upphaflega kynnt sem Aldrich-frumvarpið en þegar það var lagt fyrir þingmenn þekktu þeir nafn Aldrich öldungardeildarþingmanns og fundu fúlan fnyk.

Bankamennirnir þurftu betra gervi. Þeir ákváðu að senda tvo milljóneravini til að leggja fram frumvarpið og bæla niður grunsemdir þingsins og gáfu því nýtt nafn: Lög um Seðlabanka Bandaríkjanna (e. The Federal Reserve Act). Næsti þáttur í þessu skólabókardæmi um svik og pretti er að bankamennirnir blekktu amerískan almenning með upplýsingafölsun. Í dagblöðunum höfðu bankamennirnir hátt og mótmæltu nýju lögunum um seðlabanka. „Þetta myndi eyðileggja bankana!“ sögðu þeir.
Hinn almenni borgari las mótmælin og hugsaði með sjálfum sér: „Ef bankamennirnir vilja þetta ekki þá hlýtur þetta að vera gott.“ Og endaði þannig, óvitandi, á því að styðja Trójuhest.
Bankamennirnir blekktu líka þingið með því að setja klásúlur í lagatextann sem takmörkuðu vald þeirra en fjarlægðu þær svo þegar frumvarpið var orðið að lögum. Allt og sumt sem þurfti til var að blekkja almenning og þingið.
Frumvarpið varð að lögum 23. desember 1913 þegar flestir þingmenn voru í jólafríi.
Og þar með hafði lítill hópur manna fullkomið einkaleyfi á því að gefa út og búa til ameríska peninga.

Í dag er Seðlabanki Bandaríkjanna valdamesta eining Bandaríkjanna og hann blygðast sín heldur ekkert fyrir að viðurkenna það.

Hér er brot úr viðtali við fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, Alan Greenspan.

Spyrill: Hvernig ætti eðlilegt samband á milli stjórnarformanns Seðlabanka Bandaríkjanna og forseta Bandaríkjanna að vera?
Greenspan: Í fyrsta lagi þá er Seðlabanki Bandaríkjanna sjálfstæð stofnun og það þýðir í raun að það er engin önnur stjórnvaldsstofnun sem getur hnekkt þeim ákvörðunum sem við tökum. Hvernig sambandinu er háttað skiptir bara engu máli.

Þar að auki þá virðast ekki einu sinni rannsóknaraðilar geta snert Seðlabankann.
Spyrill: Þannig að ég spyr þig hvort stofnunin þín hafi í raun og veru, samkvæmt Bloomberg, veitt níu trilljónir dollara í lánum, sem eru 30.000 dalir á hvern einasta mann og konu og barn í þessu landi. Ég vil fá að vita: Ef þú berð ekki ábyrgð á því að rannsaka þetta, hver gerir það þá?
Svarandi: Við berum í raun ábyrgð á að áætlanir og starfsemi Seðlabankans séu endurskoðaðar og rannsakaðar. Og talandi um hver ber ábyrgð á rannsóknum ... Værir þú til í að endurtaka spurninguna aftur?
Spyrill: Hr. stjórnarformaður, ég hef ekki meiri tíma en ég get sagt þér að ég er í áfalli yfir því að komast að því að enginn í Seðlabankanum, þ.á m. opinber skoðunarmaður frá hernum, fylgist með þessu.

„Og hvað kemur þetta mér svosem við?“ gætir þú verið að spyrja. „Ég á ekki einu sinni heima í Bandaríkjunum.“
Ég get nefnt tvær ástæður.

Númer eitt: Seðlabankamódelið frá Englandsbanka og Bandaríkjunum hefur nú verið sett upp í öllum löndum og meira að segja styrkt ákveðin öfl á svæðum í Evrópu sem Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB). Þessar einingar sameina lönd undir einni hagstefnu.

Einu staðirnir í heiminum sem hafa ekki seðlabanka eru Norður-Kórea, Íran og Kúba.

Árið 2000 voru líka Afghanistan, Írak og Líbía á þessum lista; gæti virkað grunsamlegt?

(Herir fjármálakerfisins réðust á Afghanistan, Írak og Líbíu, og settu þau undir Heimspeningakerfið jg)

Og númer tvö: Síðan við lok seinni heimsstyrjaldar hefur Bandaríkjadollarinn verið varasjóðsgjaldmiðill heimsins. Það þýðir að allir seðlabankar hafa Bandaríkjadali í forðasjóði sínum. Með öðrum orðum þá eru allir gjaldmiðlar heims studdir af Bandaríkjadalnum. Þetta tengir gjaldmiðilinn þinn beint við peningastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna í Ameríku.

Meira um það seinna.

Þegar peningakerfið eftir seinni heimsstyrjöldina var hannað, kallað „Bretton Woods-kerfið“, þá voru allir Bandaríkjadollarar studdir af gulli og hægt að skipta þeim út fyrir gull. Þar af leiddi að gjaldmiðlar voru mjög stöðugir í afstöðu hver við annan. Þess vegna, í öllum löndunum,  var gengið fest og ár eftir ár var hægt að spá fyrir um hvað hlutirnir myndu kosta. Það var hægt að stofna fyrirtæki annars staðar, hægt að reikna út ágóða; viðskipti voru miklu auðveldari áður en fljótandi gengi kom til sögunnar.
Því miður, árið 1971, vegna fallandi Bandaríkjadollara, alþjóðlegs fjármagnsstreymis í gullforða og fjármögnunar Víetnam-stríðsins, tók Nixon forseti Bandaríkjadalinn af gullfætinum.

„Ég hef gefið Connally ráðherra fyrirmæli um að víkja tímabundið frá innleysanleika dollarans í gull eða aðrar varasjóðseignir.“

Núna var dollarinn fljótandi og ekkert studdi hann og hefur ekki gert síðan.

Hugsum nú málið. Ef ekkert styður við Bandaríkjadalinn en varasjóðir heimsins eru studdir af Bandaríkjadalnum á órjúfanlegan hátt síðan 1971, þýðir það þá ekki að allir gjaldmiðlar eru nú ekki studdir af neinu áþreifanlegu, aðeins trausti á amerískum stjórnvöldum?
Jú, það er rétt!
Peningar sem eru ekki studdir af neinu er þekktir sem „fiat-peningar“. (Ómálmtryggðir seðlar, peningar sem ekki eru byggðir á myntfæti eða innleysanlegir fyrir mynt.) „Fiat“ á latínu þýðir „látum svo verða“. Með öðrum orðum: stjórnvöld segja að þetta séu peningar þannig að þetta eru peningar.

Afleiðing þess að hafa peninga sem eru ekki studdir af neinu er að hvenær sem Seðlabanki Bandaríkjanna býr til peninga þá þynnir það út gjaldeyrisforða annarra þjóða því þeirra varagjaldeyrir er studdur af Bandaríkjadalnum. Sjóðir allra landa verða rýrari í hvert sinn sem peningar eru búnir til.

Á síðustu árum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna prentað trilljónir dollara og lönd eins og Rússland og Kína hafa tekið eftir þessu. Sem viðbrögð við peningaprentuninni hafa þessi lönd verið að selja varabirgðir af Bandaríkjadölum og keypt gull á sama tíma. 

(Fór hér að velta vöngum.

Bókhald fyrir alla, til að gera gagn skapar enginn vandræði 

Þegar við borðum nautakjöt á gamla mátann þarf 30 dagskammta af korni til að búa til einn dagskammt af nautakjöti. þá þarf að ryðja skógana til að búa til akurlendi. Að búa til eldsneyti úr mat er neyðar aðgerð, og er rangt. jg)

(Hér skulum við tala um bókhald, (pening) sem er gert, fært til að laus hugur og hönd geti gert, starfað við að búa til vörur og veita þjónustu sem er gerð til gagns. jg) 

 

(Bókhaldið er til að koma af stað gerð, það getur verið hvað sem er, byggja brú, íbúðarhús, skóla, kennsla, allt sem þjóðin vill gera. jg) 

( Gerð þarf huga og hönd og allt verður til í þjóðfélaginu. Ef ekki er til hugur og hönd, og þarf að gera gerð, þá þarf að liðka til, hærra kaup, einhver búbót, og að aðilar geti komist inn í kerfið þegar verkefninu líkur eða aðili vill í fyrra umhverfi. 

Hlutabréfa gróði og tap og sú spilamennska veldur mestu af peninga prentuninni. 

Þegar einhver er með þekkingu og hugmyndir eins og  til dæmis Elon Musk, þá getur hann gert ýmsar  hugmyndir að raunveruleika. jg)

 

En bíðið nú hæg!r, 

Þið eruð skarpskyggn og hafið e.t.v. spurt ykkur sjálf: Ef allur gjaldmiðill á jörðinni er ekki byggður á neinu, ekki studdur af neinu, hvernig get ég þá borgað fyrir hluti?
Það kemur í ljós að allt efnahagskerfi dagsins í dag gengur því það er byggt á trú. Trú á að maður geti skipt gjaldmiðlinum sínum fyrir vörur eða þjónustu. Á ákveðinn hátt kemur hluti af þeirri trú frá þeirri staðreynd að það eru í raun ekki svo margir sem vita í raun og veru hvaðan peningarnir koma. Við ætlum að komast að því í þessu vídeói.

Seðlabanki er í grundvallaratriðum eining sem hefur umsjón með peningamagni lands og hann getur lánað stjórnvöldum peninga með vöxtum. Í Bandaríkjunum og flestum öðrum löndum virkar þetta svona:
Þegar stjórnin þarfnast meiri peninga en hún hefur getað fengið með skattheimtu þá biður hún fjármálaráðuneytið um peninga. Fjármálaráðuneytið fær síðan skuldaviðurkenningu eða ríkisskuldabréf frá stjórninni. Fyrir milligöngu bankanna lætur fjármálaráðuneytið seðlabankann síðan fá skuldaviðurkenninguna. Seðlabankinn skrifar síðan ávísun fyrir skuldaviðurkenningunni og lætur bankana fá hana. Með þessum viðskiptum í bankanum eru peningar búnir til og hægt að nota þá til að greiða reikninga stjórnarinnar.

En bíddu nú við!

Hvar fær seðlabankinn peningana fyrir ávísuninni?
Hann fær þá úr engu! Þeir eru bókstaflega búnir til.

Hér er tilvitnun frá seðlabankanum í Boston:

„Þegar þú eða ég skrifa ávísun þá verður að vera nóg innistæða til að standa undir ávísuninni. En þegar seðlabankinn skrifar ávísun þá er engin bankainnistæða á bak við þá ávísun. Þegar seðlabankinn gefur út ávísun þá er hann að búa til peninga.“

Þannig að, í raun og veru: Þeir gefa út ávísun og búa til peninga á bankareikningi þar sem eru engir peningar. Hægt er að nota peningana sem seðlabankinn býr til sem lögmætan gjaldmiðil til að kaupa hluti og að lokum verða þeir hluti af hinu raunverulega hagkerfi. Ef við gerðum þetta yrði okkur stungið í steininn fyrir svik en þeir geta gert þetta því þeir bjuggu til kerfið. Þetta kerfi er notað hvarvetna í heiminum í dag. Annar hluti af þessari peningasköpun er hjá viðskiptabönkunum.
Í hvert skipti sem þú tekur lán til að kaupa hús, bíl eða sjónvarp, þá býr bankinn til peninga úr engu til að veita þér lánið og samt verður þú að borga af því vexti.
Og það er ekki bara ég sem segi svona.

Heyrðu það sjálf/-ur úr munni fólksins sem stýrir kerfinu: Graham Towers, fyrrum bankastjóri Seðlabanka Kanada, fullyrðir:

„Í hvert einasta skipti sem banki veitir lán er inneignin búin til. Nýtt innlegg. Splunkunýir peningar.“

Paul Tucker, aðstoðarseðlabankastjóri Englandsbanka:

„Bankar veita lán einfaldlega með því að auka við ávísanareikning lántakans.“

Það sem þeir eru eiginlega að segja er að í hvert skipti sem banki veitir lán þá notar bankinn ekki inneignir annars fólks og lætur þig hafa þær. Bankinn býr til nýja peninga. Í nútímanum þýðir þetta að slá tölur inn á tölvu. 97% af öllum peningum er búinn svona til. Aðeins 3% er reiðuféð og myntin sem við berum á okkur.

Annar geggjaður hlutur sem viðskiptabankarnir geta gert er að lána okkur tíu sinnum meiri peninga en þeir geyma í fjárhirslum sínum. Þetta er kallað brotaforðalán.

Hver kom eiginlega þessu fáránlega kerfi í lög?

Í Bandaríkjunum þá er það hluti af lögum um Seðlabanka Bandaríkjanna frá 1913. Og aftur: sama kerfið er notað um heim allan.

Og hvert er þá málið? Hvers vegna ætti ég að láta þetta mig einhverju varða?

Ja, það eru afleiðingar. Þegar fleiri lán eru veitt og meiri peningar eru búnir til þá verður virði peninganna í umferð minna og minna eftir því sem árin líða. Þetta heitir verðbólga.
Segja má að verðbólga sé eiginlega bara skattur sem við þurfum öll að borga fyrir prettina af peningaprentun. Auðveldlega fengnir peningar núna í skiptum fyrir skatt á komandi kynslóðir. Það er út af þessu sem hús kostaði 7000 dollara og bíll kostaði 2000 dollara árið 1950. Augljóslega er það ekki svo í dag. Hlutir verða alltaf dýrari og dýrari svo lengi sem þetta kerfi verður við lýði.
Þetta var samt hálfpartinn í lagi vegna þess að laun uxu í takt við verðbólguna þar til í kringum 2008. Hvers vegna þetta tvennt hætti að fylgjast að er önnur saga.
Þannig að allt er dálítið bilað en þetta verður ennþá klikkaðra. Því dýpra sem maður kafar í málin þeim mun undarlegri verða þau.

Munið að við vorum að fjalla um hvernig seðlabankar og viðskiptabankar geta búið til peninga úr engu. Þetta ferli býr reyndar eitthvað til.
Það býr til skuld.
Ég skal útskýra:

Þegar þú tekur lán þá er það skráð í bankanum sem neikvæðir fjármunir, svolítið eins og andstæðan við eign, eða annars þekkt sem „skuld“. Í þessu kerfi eru skuldir í raun og veru peningar.
Og aftur, það er ekki bara ég sem segi þetta.

Marriner Eccles, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna segir:

„Ef það væru engar skuldir í peningakerfinu þá væru engir peningar.“

Þannig að, í meginþáttum: Í stað þess að gull sé uppistaða hagkerfis okkar þá er uppistaðan núna skuldir. Stundum er vísað til núverandi kerfis sem „peningakerfi byggt á skuld“. Það krefst þess að skuldin sé alltaf í vexti. Lönd og fólk verða að sökkva dýpra í skuldir þannig að það verði meiri peningar í kerfinu því að, eins og þið munið: skuld er peningar. Ef fólk og stjórnvöld hættu að lána peninga og pappírsbleðla þá myndi skuldin ekki vaxa, peningamagnið minnka og kerfið riða til.
Það er svo sannarlega undarlegt en við lifum öll við þetta kerfi á hverjum einasta degi. Seðlabanki Bandaríkjana og aðrir seðlabankar stjórna peningum með því að aðlaga forðann og breyta hversu mikið það kostar að fá peninga lánaða, betur þekkt sem vaxtaprósenta. Með þessum verkfærum og afleiðingum hópsálfræði, skapa seðlabankar vöxt og dýfur í efnahagslífinu eins og þeim best þykir og einnig til að stöðva og setja efnahagslífið út af sporinu með því að fikta við það.

Tökum eitt dæmi til nánari skoðunar.

Árið 2000 lækkaði bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, Alan Greenspan, vaxtaprósentuna niður í 1%. Hann gerði þetta til að reyna að berjast gegn samdrætti vegna Internetbólunnar og hvetja fólk til að fá peninga lánaða. Þegar vextir eru lágir þá sparar maður heilmikið við endurgreiðslu lána. Þar sem vaxtaprósentan hafði ekki verið 1% síðan í kringum 1950 þá var þetta ansi góður díll. Hugmynd Greenspan var að búa til auðsáhrif.
Fólk færi að kaupa hús, verð myndi hækka og fólki fyndist það ríkara og myndi eyða meiri peningum í hagkerfið og örva það. Greenspan tókst svo sannarlega að fá fólk til að taka lán til húsakaupa. En það lánaði of mikið og það leiddi að fasteignabólunni 2008.

Þetta er fyrirtaksdæmi um hvað getur farið úrskeiðis þegar seðlabankar fikta í hagkerfinu. Já, spilltir bankamenn hafa margt á samviskunni fyrir sitt hlutverk í kreppunni 2008. En Seðlabanki Bandaríkjanna hefur miklu meiri langtímaáhrif.

Jafnvel enn bilaðri atburðir eiga sér stað í Japan.
Seðlabankinn þeirra er að kaupa svo mikið af hlutabréfum að hann var helsti kaupandi japanskra verðbréfa árið 2016 þannig að hann á hluta í fyrirtækjum, keypt með peningum sem búnir eru til úr engu.

Þannig að það eru í raun seðlabankarnir sem stýra hagkerfinu og saman ræður seðla- og viðskiptabankakerfið yfir peningunum okkar. Munurinn er að seðlabankarnir geta búið til peninga eins og þeim sýnist á meðan viðskiptabankarnir þurfa lán til að búa til peninga.
Til að gefa þér hugmynd um sýn fólks á seðlabanka þegar fólk vissi raunverulega hvað seðlabankar voru þá eru hér nokkur dæmi.

Árið 1881 sagði forseti Bandaríkjanna, James Garfield:

„Sá sem stjórnar peningamagni lands er einráður herra alls iðnaðar og verslunar og þegar maður gerir sér ljóst að öllu kerfinu er auðveldlega stýrt, á einn eða annan hátt, af fáum valdamönnum í hæstu stöðum, þá þarf ekki að segja manni hvar verðbólgu- og krepputímabil eiga upptök sín.“

Í sjálfsævisögu sinni fullyrti Benjamin Franklin að helsta ástæðan fyrir frelsisstríði Bandaríkjanna væri barátta um hver hefði stjórn á og gæfi út peninga í nýlendunum.

Ef við færum okkur nær nútímanum sagði hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman:

„Seðlabanki Bandaríkjanna olli án efa heimskreppunni með því að draga saman það magn peninga sem var í umferð um einn þriðja frá 1929 til 1933.“

Þegar allt þetta hefur verið tínt til þá myndu einhverjir færa rök fyrir því að seðlabankar séu í eðli sínu ekki slæmir. Þeir þurfa bara að vera í eigu stjórnvalda en ekki í einkaeigu. Stjórnvöld ættu að geta gefið út sína eigin peninga til hagsbóta fyrir fólkið og ættu ekki að þurfa að greiða háa vexti af sínum eigin skuldum. Þetta var reynt a.m.k. einu sinni í Bandaríkjunum og það var Lincoln forseti sem gerði það. Hann sagði:

„Stjórnvöld ættu að búa til, gefa út og koma í umferð öllum gjaldeyri og inneignum sem þörf er á til að koma til móts við eyðslu stjórnvalda og kaupmátt neytenda. Með innleiðingu þessara reglna spara skattgreiðendur stórar upphæðir í vaxtagreiðslum. Peningar hætta að verða herrar yfir fólki og verða í staðinn þjónar mannfólksins.“

Abraham Lincoln gaf síðan út sína eigin stjórnarpeninga. Þeir voru kallaðir „grænbökungar“ (e. the greenback). Við förum ekki lengra út í þá sálma hér.

Þannig að ég held að ég ljúki vídeóinu hér. Það er svo miklu meira sem ég gæti sagt um hvaða ákvarðanir seðlabanka leiddu til umbyltinga í heiminum. Þegar maður skoðar það í kjölinn, allar uppreisnir og stríð, þetta á allt rætur sínar að rekja til peninga.
Ég hefði líka getað talað um nýju alheimshreyfinguna sem hafnar peningakerfi sem byggt er á skuld. Fólk er byrjað að færa gjaldmiðla sína yfir í gull, silfur og rafmiðla eins og Bitcoin. Þannig að það er ljós við enda ganganna. Það er önnur saga fyrir annan dag.

Jæja, ef þið hafið fylgst með upptökunni alla leið þá óska ég ykkur til hamingju! Þið eruð ein af fáum sem hafa uppgötvað hinn leynda sannleika um hver það er sem stýrir peningunum okkar. Ég held að ég hafi hitt svona fjórar manneskjur um ævina sem hafa verið meðvitaðar um þetta kerfi okkar sem er peningakerfi byggt á skuld. Það er ótrúlega lítið þekkt en það er dagsatt.
Ég hef ekki sýnt ykkur allar tilvitnanirnar frá bankamönnum og fyrrum bankastjórum Seðlabanka Bandaríkjanna sem segja með sínum eigin orðum hvernig kerfið verkar í raun og veru. Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú ert að heyra þetta þá hvet ég þig, eins og ég minntist á áður, að rannsaka málin upp á eigin spýtur og þá ferðu að sjá stærri mynd og heimurinn í dag verður mun skiljanlegri.

Held ég hætti núna – takk fyrir að horfa!

Egilsstaðir, 12.03.2020  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband