Trump hefur rétt fyrir sér: Hér eru 100 ástæður fyrir því hvers vegna við þurfum að endurskoða seðlabankakerfið, af Truthfeednews, 23. júlí 2016 - Þegar forseti hefur fullkomnlega rétt fyrir sér í einhverju þá ættum við að hrósa honum fyrir það.

Íslenskað að hluta.

Trump hefur rétt fyrir sér: Hér eru 100 ástæður fyrir því hvers vegna við þurfum að endurskoða seðlabankakerfið, af Truthfeednews, 23. júlí 2016

Eftir Michael Snyder af The Economic Collapse-blogginu.

 http://truthfeed.com/trump-is-right-here-are-100-reasons-why-we-need-t

Þegar leiðandi frambjóðandi til forseta hefur fullkomlega rétt fyrir sér í einhverju þá ættum við að hrósa honum fyrir það. Í þessu tilviki hittir ákall Donalds Trump um að endurskoða seðlabankamálin naglann beint á höfuðið.

Flestir Bandaríkjamenn gera sér ekki grein fyrir þessu en seðlabanki Bandaríkjanna, myndaður af tólf bönkum, hefur miklu meiri völd yfir hagkerfinu en nokkur annar, þar með talinn Barack Obama.

Fjármálamarkaðir um allan heim snúast í kringum sjálfa sig við minnsta hósta frá embættismönnum seðlabankans og nánast allur efnahagsvöxtur og -uppgangur síðustu 100 ára er hægt að rekja beint til ákvarðana sem seðlabankinn tók. Við verðum ægilega spennt yfir því sem forsetaframbjóðendur segjast ætla að „gera fyrir efnahagslífið“ en þegar allt kemur til alls þá er það seðlabankinn sem hefur öll völd í hendi sér.

Það undarlega er að seðlabankinn er ekki einu sinni hluti af alríkisstjórninni.

Hann er sjálfstæður seðlabanki sem mjög valdamiklir Wall Street-hagsmunahópar stofnuðu fyrir rétt rúmum 100 árum.

Hann liggur innst við kjarna efnahagskerfis sem byggir á skuldasöfnun sem er að éta Ameríku upp eins og krabbamein og hann ber ekki nokkra ábyrgð gagnvart Bandarísku þjóðinni.

Þessi banki hefur verið til svo lengi að flest fólk dregur þá ályktun að við þurfum á honum að halda. En sannleikurinn er sá að við þurfum í rauninni ekki seðlabankann.

Reyndar þá var mesta hagvaxtarskeið í Bandaríkjunum á áratugunum áður en hann var stofnaður.

Fyrir rúmum 100 árum tókst mjög valdamiklum öflum á Wall Street að koma á laggirnar gríðarlega öflugum seðlabanka og síðan þá hefur gengi Bandaríkjadals fallið um 98 prósent og þjóðarskuldir okkar eru rúmlega 5000 sinnum meiri.

Seðlabankinn gerir það sem honum sýnist og embættismenn hans halda því stöðugt fram að hann verði að vera „sjálfstæður“ og „hafinn yfir pólitík“ vegna þess að peningamálastefnan sé of mikilvæg til að bandarísku þjóðinni sé treystandi fyrir henni.

Frá mínum bæjardyrum séð þá er þetta gjörsamlega galið.

Allt annað, þar á meðal varnarmál okkar, þarf að fara eftir hefðbundnum pólitískum ferlum og samt eru ákvarðanir sem seðlabankinn tekur svo „mikilvægar“ að Bandaríkjamenn hafa ekkert um þær að segja?

Það er löngu tímabært að Bandaríkjamenn læri hvað seðlabankinn gengur í raun og veru út á og það má byrja með allsherjar, yfirgripsmikilli endurskoðun á allri starfsemi hans. Í gær kom í ljós að Donald Trump styður slíka endurskoðun ...

(Skjáskot af Twitter-síðu Donalds Trump)

„Það er svo mikilvægt að endurskoða seðlabankann og samt sleppti Ted Cruz því að greiða atkvæði með frumvarpinu sem hefði heimilað þetta.“ 8:37 e.hádegi, 22. febrúar 2016

Í þessu tilviki hefur Donald Trump algerlega hárrétt fyrir sér í því að kalla eftir endurskoðun á seðlabankanum. Ég vil birta hér 100 ástæður fyrir því hvers vegna slík endurskoðun ætti að eiga sér stað. Eftirfarandi listi hefur verið saminn upp úr einni af fyrri greinum mínum.

(Aths. þýðenda: Hér á eftir eru þýdd atriði 13-20 af þeim 100 sem Michael Snyder telur upp í grein sinni.)

  1. Stórkostlegasta hagvaxtarskeið í sögu Bandaríkjanna var þegar enginn seðlabanki var til.
  2. Seðlabankinn var hannaður til að vera varanleg skuldamaskína. Bankamennirnir sem lögðu drög að honum ætluðu sér að fanga ríkisstjórn Bandaríkjanna í varanlegan skuldaspíral sem aldrei væri hægt að losa sig úr. Síðan seðlabanki Bandaríkjanna var stofnaður fyrir 100 árum hefur þjóðarskuld Bandaríkjanna vaxið meira en 5000 falt.
  3. Varanlegur tekjuskattur var lagður á nákvæmlega sama ár og seðlabankinn var stofnaður. Þetta var engin tilviljun. Til að borga fyrir allar þær ríkisskuldir sem seðlabankinn myndi stofna til þá var tekjuskattur nauðsynlegur. Hugmyndin var að færa auðinn úr okkar vösum til ríkisstjórnarinnar og frá ríkisstjórninni til bankamannanna.
  4. Tíminn fyrir 1913 (þegar það var enginn tekjuskattur) var mesta hagvaxtarskeið í sögu Bandaríkjanna.
  5. Í dag eru bandarísku skattalögin um 20 kílómetra löng.
  6. Síðan seðlabankinn var stofnaður og til dagsins í dag hefur Bandaríkjadollarinn tapað 98 prósentum af gildi sínu.
  7. Síðan Nixon forseti aftengdi okkur við gullmyntarfótinn og til dagsins í dag hefur Bandaríkjadollarinn tapað 83 prósentum af gildi sínu.
  8. Þau 100 ár áður en seðlabankinn var stofnaður var verðbólga varla til í bandarísku hagkerfi. En síðan seðlabankinn var stofnaður hefur bandaríska hagkerfið upplifað stöðuga og endalausa verðbólgu.
  9.  http://truthfeed.com/trump-is-right-here-are-100-reasons-why-we-need-t
  10. Egilsstaðir, 17.04.2018  Jónas Gunnlaugsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband