Á stór hluti af sköpuðum peningum, bókhaldi, að fara í heilbrigðiskerfið, skólakerfið, vegakerfið og alla innviði þjóðfélagana, ásamt atvinnuuppbyggingu, og þá þarf litla eða enga skatta?

Til að fá vitræna umræðu um fjármálin, þarf að byrja á því að skilja hvað fjármál eru.

Fjármál eru bókhald.

Peningar eru bókhald.

000

Sett á blogg: Bjarni Jónsson

Fjármálakerfið til fólksins

000

Og þá spyrjum við, hvernig högum við bókhaldinu.

Á stór hluti af sköpuðum peningum, bókhaldi, að fara í Heilbrigðiskerfið, skólakerfið, vegakerfið og alla innviði þjóðfélagana?

Þá rennur peningasköpunarbókhaldið, í gegn um þessa aðila, innviðina,  og til fólksins fyrir að viðhalda rekstri þjóðfélagsins, og byggja innviði þjóðfélagsins upp.

Á sama máta verður sköpunarbókhaldið fyrir atvinnuuppbygginguna, og þetta kemur í stað skatta.

Allt kemur frá fólkinu, vinnan, hugsunin, sköpunin, svo að þetta er rökrétt.

Þú talar um banka í einkaeigu, og samfélagsbanka.

Hver segir að einhver megi ekki reka banka, en að hann eigi skrifaða tölu í bankabókhaldinu og segist svo eiga íbúðarhúsið, nær engri átt.

Við viljum ekki sjá einhverja sem taka 50, 100 eða 200 % af öllu sem við gerum.

Við vitum að stóru félögin á heimsvísu, með dreift eignarhald, lenda strax í eigu stjórna félagana.

Einhver fær lán í banka til að kaupa 6 til 7 % hlut í félögunum.

Þá er komin meiri eign, en eignarhlutur þeirra sem mæta á aðalfund.

Þegar þú ert búinn að ná stjórnar taumunum í félaginu, ræður þú 100 lögfræðinga til að kaupa bréf í félaginu, til dæmis 10%.

Þá ferð þú stjórnarformaðurinn með umboð félagsins á aðalfundum.

Þannig ert þú búinn að yfirtaka félagið.

Þessi aðferðafræði er vel þekkt.

Þetta verður að vera grundvöllur vitrænnar umræðu um fjármálin, peninganna, það er bókhaldið.

Lífeyririnn er einnig aðeins bókhald, og ekkert getur greitt lífeyri nema þróttmiklir framleiðslu atvinnuvegir og skilvirkt þjóðfélag.

Nú setjum við alla á ríkisstyrkta lífeyririnn, og skoðum hvort það gengur, og ef það gengur ekki þá lagfærum við allt lífeyriskerfið.

Skoða gegnumstreymis lífeyriskerfi.

Skoða hvort gáfulegt er að hafa sjóð til uppbyggingar, fyrir Ísland, og á heimsvísu.

Þessi sjóður gæti verið hugsaður til að byggja upp löndin, innviði og atvinnulíf, ekki gjafa fé.

Ef eitthvert land vill fá sitt RARIK, sína Landsvirkjun, og svo framvegis, þá getum við hjálpað til.

Að sjálfsögðu viljum við að einstaklingurinn geti nýtt sköpunargáfu skipulagshæfileika sína.

Við þurfum að lesa um nústaðreynda trúar manninn í okkur,

Og svo skaparann í okkur, sem drífur áfram allar framfarir.

Ekki tíma,

Egilsstaðir, 26.10.2016 Jónas Gunnlaugsson

 

 


Villuleit í boði Púka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband