Þarna hefur fjárfestingafélag, sem virðist hafa tekið yfir Íþróttafélag, reynt að eyðileggja annan mikilvægasta flugvöll landsins. Var hótað að nokkur þúsund manns frá íþróttafélaginu mundi styrkja eða fella stjórnmálamennina í prófkjörum flokkana?

Reykjavíkurflugvöllur

Nú er fallinn Héraðsdómur, um að neyðar braut á Reykjavíkurflugvelli skuli lögð niður.

Vonandi fer málið fyrir Hæstarétt.

Þarna hefur fjárfestingafélag, sem virðist hafa tekið yfir Íþróttafélag reynt að eyðileggja annan mikilvægasta flugvöll landsins.

Þetta virðist trúlega gert með því að hóta stjórnmálamönnum að nokkur þúsund manns frá íþróttafélaginu muni styrkja eða fella viðkomandi stjórnmálamann í komandi prófkjörum stjórnmálaflokkana.

Þessi aðferð er þekkt í löndunum, þar sem fjárfestinga félög reyna að neyða stjórnmálamenn til að breyta bæjarskipulagi til að fjárfestarnir geti grætt sem mest.

Nú er sagt að nokkur hundruð miljónir, hafi nú þegar farið í undirbúning hjá fjárfestunum.

Ekki er minnst á það að það kostar tugi miljarða að byggja nýjan flugvöll ef það yrði útkoman.

Þarna er reynt að eyðileggja innviði þjóðfélagsins, fyrir tugi miljarða, til að fjármálafyrirtæki geti nýtt lóðirnar sem byggingaland.

Þarna er margbúið að koma fram að vilji fólksins er að nota flugvöllinn með sínum öryggisbrautum.

Nú verður forvitnilegt að fylgjast með, hvort samgöngumannvirki upp á tugi miljarða verður hent vegna þess að fjárfestingafélag tók yfir Íþróttafélag.

Þegar svona er komið, þarf að meta það, hvort það er ekki betra að leysa vanda fjárfestanna og þann vanda sem íþróttafélagið er komið í.

Það getur verið hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að halda samgöngu mannvirkinu og borga frekar fyrir nýjar lausnir á vanda fjárfestingafélagsins og Íþróttafélagsins.

Þótt við hefðum verið pólitíkusarnir sem lentum í þessu, hefðum við trúlega hörfað undan pressunni og staðan orðið hin sama hjá okkur.

Egilsstaðir, 24.03.2016 Jónas Gunnlaugsson

000

Reykjavíkurflugvöllur

25.8.2013 | 22:00

000

R-listi enn í uppnámi – ákvörðun um flugvöll frestað.

http://www.bjorn.is/pistlar/2001/03/18/nr/652

18.3.2001

Björn Bjarnason skrifaði.

Marklaus flugvallarkosning.

..... Þegar dró að kosningunni samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, að niðurstaða kosningarinnar skyldi vera bindandi tækju að minnsta kosti þrír fjórðu hlutar atkvæðisbærra manna þátt ( það er um 60.000 manns) í kosningunni eða ef einsýnt væri, að helmingur atkvæðisbærra manna (rúmlega 40.000 manns) greiddu öðrum hvorum kostinum, sem um yrði kosið, atkvæði sitt. Því fer víðs fjarri, að kosningin sé bindandi á þessum forsendum, því að aðeins 30219 af 81258 á kjörskrá kusu eða 37,2%., þar af vildu 14.529 eða 48,1% áfram flugvöllinn en 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn færi, það munaði aðeins 384 atkvæðum. Hitt lá ljóst fyrir, áður en gengið var til atkvæða, að kosningin mundi ekki binda hendur neinnar borgarstjórnar fram til 2016 nema þeirrar, sem nú situr. .....

.....Þegar tölurnar liggja fyrir gefur borgarstjóri einnig til kynna, að þær séu á einhvern hátt bindandi. Þegar talin voru atkvæði í bandarísku forsetakosningunum, þurfti hæstarétt Bandaríkjanna til að benda mönnum í Flórída á það, að í kosningum breyttu menn ekki leikreglunum eftir að leiknum væri lokið til að fá þá niðurstöðu, sem þeir sjálfir vildu. Svipuð ábending á við við, þegar hlustað er á það, hvernig borgarstjóri ræðir niðurstöðu flugvallarkosningarinnar. Borgarstjóri getur ekki fyrir kosningar sagt, að þær séu bindandi ef meira en 60.000 manns koma á kjörstað eða meira en 40.000 velji annan kostinn, en eftir þær sagt niðurstöðuna bindandi, þegar aðeins um 30.000 komu á kjörstað og innan við 15.000 völdu annan kostinn. .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband