Erum að læra

 

Sett á blogg :  Sigurður Sigurðarson

 að hluta

http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1336793/#comment3483358

Úr bloggi Sigurðar og tilvitnanir hanns í Morgunblaðið.

(Ég reyni að skýra aðeins með litum og stærri stöfum.)

12.12.2013 | 11:57  Fyrir leikmenn er fréttaskýring Harðar Ægissonar, blaðamanns Morgunblaðsins í blaði dagsins, afar upplýsandi og raunar magnaður lestur. Þarna sést hversu ósvífinn fjármálabransinn er og hvílíkar fjármuni um er að ræða.

„ Þá gerist þetta sem segir í fréttaskýringunni á svo dramatískan hátt:

Eftir að slitastjórnir og fulltrúar kröfuhafa höfðu fundað með nefndinni

í nærri klukkutíma, ásamt öðrum sem voru boðaðir á fundinn,

óskaði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins,

eftir því að fá að sitja einn með nefndinni í tíu mínútur.

Hann var ómyrkur í máli.

Skilaboð hans, rifjar þingmaður upp sem sat nefndarfundinn, voru skýr:

„Þið látið ekki þessa menn komast upp með að fara á brott

með gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“

Hvað svo sem átti að vera niðurstaða fundarins þá breyttist allt, líklega vegna einræðu forstjóra Bankasýslunnar.

Hvað sem gerist á næstunni er ekki vitað. Ljóst má þó vera að kröfuhafar munu halda áfram að suða í stjórnvöldum og almannatengslamenn þeirra reyna að spilla þeirri samningsaðstöðu sem ríkisvaldið hefur komið upp.

Spurningin er aðeins sú hvort að stjórnvöld, þing og ríkisstjórn hafi bein í nefinu, geti unnið að málinu og lokið því á farsælan hátt fyrir þjóðina eins og segir í niðurlagi fréttaskýringarinnar:

Háttsettur embættismaður í stjórnkerfinu segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að

rétt sé að hafa í huga

að kröfuhafar eigi aðeins „kröfur í íslenskum krónum,

með engan gjalddaga og bera enga vexti.

Staða þeirra er því ekki sterk.

Haldi Seðlabankinn og stjórnvöld rétt á spilunum er ekki ástæða til annars en að þetta risavaxna mál verði leyst á farsælan hátt fyrir Ísland.“

Lesa og læra þar til við skiljum kreppufléttuna

Það er gott að sjá að við eru farnir að skilja peningakerfið.

Alls ekki losa höftin, og muna að bankarnir lánuðu aldrei neitt.

Síðan náðu þeir eignum fólksins með KREPPUFLÉTTUNNI. +

Við látum þá skila öllum eignum fólksins.

Ransaka fléttuna og setja fléttuna fyrir dómstóla.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Það er hægt að skila eignunum aftur til fólksins.

En þú getur aldrei látið fjármálakerfið greiða sektir,

þeir skrifa aðeins tölu og þynna gjaldmiðilinn.

Þá ert það þú sem greiðir sektina.

--

Ef eitthvað, þá er kerfið þannig að þeir geta lánað töluna,

skapað nýja peninga 10 sinnum, það fer eftir reglum hvers tíma.

--

Muna, það er hugurinn, andinn var sagt í gömlum bókum,

vinnan og náttúruauðæfi sem skapa öll verðmæti.

Ekki má gleyma ástúðinni og umhygglunni,

sem er grunnurinn, ALFA og OMEGA.

Egilsstaðir, 13.12.2013 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband