BÆN

Bæn, bæn, bæn.

Af hverju bæn?

Þú þarft ekki að segja Guði nokkurn skapaðan hlut.

Hann veit allt um þig, alltaf.

Bænin er fyrir þig.

Hugurinn hjá þér er frosinn, stíflaður.

Hugurinn er fullur af heimskuvaðli, þú hélst að þú vissir allt.

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að viðurkenna ástandið, sem við lýstum áðan.

Næst segir þú heyrðu kall, ég meina Guð.

Ég er kominn í vandræði í lífinu mínu, viltu hjálpa mér.

Ég er hér með fullan poka af heimskuvaðli, og af gamalli trú á vitleysu.

Þessi vitleysa er oft kölluð vísindi.

Heyrðu, og ég sem þóttist vera nokkuð góður, ég hafði lært margar vísindakenningar.

Nú þarf ég hjálp, hef gefist upp.

Þegar þetta er raunin hjá þér, þá getur þú hvílst.

Heilinn er þá ekki fullur af frosnu rusli.

Nú geta sannar hugsanir og blessun náð til þín.

Þarna er ég búin að fara yfir þetta á hundavaði, með alltof mörgum orðum.

Fáðu leiðbeiningu hjá einhverjum sem getur leiðbeint með visku.

Sá aðili á að styðjast við biblíuna.

Hér hef ég einn í huga, en munum að hann er maður eins og við hin.

Hann hefur bent okkur á þegar við höfum villst af leið.

Þá þurfum við allir að finna út af hverju við höfum villst af leið,

Og hvað er til ráða.

Það sem við byrjum á að gera, er auðvitað að fara með bænirnar okkar.

Þá opnum við fyrir andann, sambandið við náttúruna, Guð.

Ég ætla ekki að halda hér áfram,

En verð að minna á að heimurinn er sýndarveröld,

og að við göngum í gegn um hugsun okkar,

 og  annarra.

Breiðþota sköpun

 

Egilsstaðir, 24.10.2013  Jónas Gunnlaugsson

96532

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband