Athugasemd, um ljósið og litina

Athugasemd um ljósið og litina 

Sett á bloggið hjá Ómari Geirssyni

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1315939/

 

Fegurð er í auga áhorfandans. the beauty is in the eye of the beholder.

Ég held að við séum alveg sammála, hér á að koma broskall,

en á aðeins mismunandi stað í tímanum.

Við munum eftir brosinu um blessun í augum Jóns og Gunnu,

þegar þau voru á kafi í slorinu, að salta og bræða síld.

Blessunin var að fá nóg að borða handa sér og sínum,

og sjá fram á að geta ef til vill bráðum eignast íbúð fyrir fjölskylduna.

Við eigum að framleiða vörurnar og þjónustuna með ástúð og umhyggju,

og gera umhverfið sem aldingarð.

Nokkrar viðbótar agnir af íslensku bergi og liturinn aðeins yfir í rautt,

gefur stórkostlegt endurkast og litaspeglun í kvöldsólinni.

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á bökkum Lagarfljóts,

svo að ég tala af reynslunni.

Þú átt að koma með okkur í að eins og segir í vísunni,

"ég skal mála heiminn elsku mamma,"

að færa veröldina yfir í blessunina, ljósið og litina.

 

Þú ert mjög ritfær og er ég að reyna að læra af þér.

Þú sérð aðeins í gegn um fingur við mig,

þótt skrif mín séu ekki fullkomin.

Það er smá leikur í mér eins og kálfunum á vorin.

Setjum vor í huga, og einbeitum okkur í að framleiða vörur

og veita þjónustu sem aldrei fyrr.

Egilsstöðum, 28.09.2013 Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband