Sýndarveruleiki

http://www.herad.is/y04/1/2011-09-01-syndarveruleiki.htm 

Sýndarveruleiki

Heimurinn sem við lifum í er einhverskonar sýndarveruleiki.

Heimurinn, lífið er eins og leikur ungdómsins í tölvunni,

við erum föst í þessu borði, og hrökkvum alltaf til baka.

Til að komast áfram, verðum við að læra og leita að kennslu hjá “????”

Hvað sagði Einstein.

Allt er byggt upp af orku, ekkert annað er til.

Allt er byggt upp af miklu viti.

Einstein sagði ekki, hvað er “orkan og vitið að hugsa?”

Einstein sagði, mig langar að vita hvað Guð er að hugsa?

Ég segi, Guð er bóndi, hann er að rækta sálir,

og til þess skapaði hann heiminn,

að sálirnar gætu lært í skólanum.

Heimurinn verður til við hvert orð sem við segjum, eða hugsum.

Heimurinn verður til við gerðir okkar.

Þetta allt er okkur kennt í gömlum ritum.

Í upphafi var orðið og orðið var Guð.

Stundum rífumst við um það hvort veröldin sé sköpuð,

eða þróuð.

Getur sköpun skapað þróun, mjög líklega. (já mannleg hugsum)

-

Getur þróun þróað sköpun, mjög líklega.

-

En hvaðan komu þróunin og sköpunin,

einhvernvegin urðu orðin til

og ferlið sem orðin lýsa.

--

Þróun er sköpun, og sköpun er þróun.

Þá erum við að segja að það að rífast um þróun eða sköpun,

er einhver misskilningur.

Hártogun.

-

(Í huga okkar er sköpun eitthvað,

sem verður til núna, í augnablikinu,

en þróun er sköpun, sem verður til

á lengri tíma.

-

Við vitum ekki hvað tími er.

-

Meira seinna.)

Egilsstaðir, 01.09.2011 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband