2011-05-09-eg-er-heimsbankinn

 http://www.herad.is/y04/1/2011-05-09-eg-er-heimsbankinn.htm

2011-05-09-eg-er-heimsbankinn

Ég sendi fólkið mitt til landanna, til dæmis, Portúgal, Spánar og Írlands.

Þar finna mínir menn verkefni sem virðast geta staðið undir sér,

það er, borgað sig sjálf.

Verkefnin eru til dæmis hótel, verksmiðjur og íbúðarhús.

Í Bankanum hjá mér skrifa ég tölurnar í tölvurnar.

Þegar þeir í Portúgal, Spáni og Írlandi, hafa byggt,

hótelin, verksmiðjurnar og íbúðarhúsin,

þá eru eignirnar að veði fyrir tölunum,

í tölvunum hjá mér.

Ég átti ekkert nema tölur á blaði, en nú eiga eigendur eignanna

að greiða mér þær til baka á til dæmis á 20 árum

og auðvitað vexti líka.

Mér leiðist svona bið og vil fá eignirnar til mín strax.

Það er óþolandi að Íslendingar eigi allar orkulindirnar, Venesúela olíuna,

og þetta og hitt landið hin ýmsu auðæfi.

.

Ég veraldarbankinn, hætti að skrifa tölur, það er að lána fyrirtækjunum og fólkinu.

Þá stöðvast allar framkvæmdir og allir verða að selja til að fá upp í greiðslur,

en nú getur enginn keypt.

Þá fara allir að bjóða verðmætin á 50% lægra verði.

Nú kem ég bankinn og segi að þið eigendur eignanna áttuð 30%,

nú er það tapað, svo að nú tek ég allar eignir til mín,

og ráðstafa þeim upp á nýtt.

Með þessari fléttu er ég búin að ná eignarhaldi á stórum hluta af verðmæti veraldarinnar,

á tveimur til þremur árum.

Eignirnar sem mín klíka átti þurfti ég ekki að setja á hausinn,

við áttum það fyrir.

Nú tilkynnir litli bankinn,

eigið fé bankans jókst um 30 miljarða í síðasta mánuði.

Fréttir,

auðmenn juku eignir sínar um 18% á árinu.

Fréttir frá Íslandi,

Sveitarfélög eru á kúpunni, og urðu að selja orkulindir.

Að gefa út nefndarálit um að útlendingar megi kaupa orkulindir,

getur gefið starf í útlenda orkugeiranum.

Fréttir,

Lífeyrissjóðir fólksins ætla að styrkja eignarhald útlendinga í orkugeiranum.

?

Hvaða hagsmunatenging er þarna.

Egilsstaðir 09.05.2011 JG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband