"Samkeppni ???"

Samkeppni

Velt vöngum.

Hve mikið þarf gjaldið fyrir heita vatnið að hækka til að kosta það sama og ef kynt væri með olíu.

Þetta er fróðlegt fyrir okkur að vita.

Þegar hlutabréf eru keypt í fyrirtæki, til að ná sem mestum arði af bréfunum, er spurt.

Hvaða aðra orku getur aðili fengið í stað þeirrar sem verið er að selja honum.

Þá kemur olían helst til greina. Þegar orkusölu aðilinn hefur tryggt sér

alla hugsanlega jarðhitaorku á viðkomandi stað, getur hann

haldið sínu verði til dæmis 10% fyrir neðan olíuverð.

Trúlega er erfitt til lengdar að halda svona miklum gæðum í höndum sveitarfélaga.

Það eru svo miklir hagsmunir að komast yfir auðæfin.

En það sakar ekki að vita, hvað kostar að kynda heimili, skóla,

íþróttahús, sundlaugar, og atvinnuhúsnæði með olíu.

Þegar við seldum síman, skipti ekki öllu máli verðið á símanum fyrir kaupandann.

Hann skráði kaupverðið sem skuld hjá símanum, og stillti svo verðið fyrir þjónustuna,

þannig að hann fengi greitt til baka á svona tveim til fjórum árum,

plús vexti og svo sæmilegan ágóða..

Verðskráin þarf að vera þannig uppbyggð að enginn skilji reikninginn.

Það er hugsanlega gert með því að notandi greiðir fyrir að ná ekki sambandi,

og byrjun á mínútu eða tveim er greidd. Þetta er bara heilbrigð skynsemi.

Auðvitað er rétt að allur rekstur verður að bera sig og vel það,

til að rekstrar aðilar séu frjálsir að byrja á nýjum verkefnum.

Ekki að hefta uxann þegar hann þreskir.

Samkeppni, til dæmis í olíu, er hálf brosleg.

Við reynum að stýra samkeppni hér á Íslandi, með einhverri krónutalningu á olíuverði.

Á sama tíma stýrir OPEC framleiðslunni, og þar með verðinu, 100%,.

Ef við vildum að fleiri olíufélög gætu byrjað á íslandi, varð að banna að þau gömlu hefðu samráð.

Þá hefðu þau ekki mátt kaupa stóran farm saman á t.d. 40% lægra verði, flytja allan farminn

saman í einni ferð, fyrir 40% lægra verð, hafa sameiginlega olíutanka

og sameiginlegar bensín og afgreiðslustöðvar. Þá var allt 40% ódýrara.

Ekki var nokkur möguleiki fyrir aðra að keppa við þetta verð.

Til að aðrir kæmust inn varð að hækka olíuna með því að banna meðvituð samráð og samvinnu.

Þessir nýu olíuseljendur seldu svo undir kostnaðarverði 10 til 20 tonn,

og fengu stanslausa auglýsingu í fjölmiðlunum fyrir ódýra vöru.

Þessi ókeypis auglýsing var margfalt verðmætari en afslátturinn á olíunni.

Gömlu olíufélögin sem seldu tugi þúsunda tonna, hefðu farið á hausinn,

ef þau hefðu reynt að gefa með olíunni, á öllum sínum stöðvum.

Auðvitað lækkuðu þau aðeins á einni eða svo, af sínum þjónustustöðvum.

Stundum er verðinu stýrt niður.

Það gerðu Sádar og Bandaríkjamenn, og settu gömlu Sóvjetríkin á hausinn.

Þeir höfðu ekki efni á að missa olíutekjurnar.

Egilsstaðir,11.11.2007 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband