Ég mótmæli heimsku.

Ég mótmæli heimsku.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/motmaeli6.html

Ég mótmæli heimsku.

Heimska tröllríður heiminum. Við eyðum og spennum, erum tillitslaus, hugsum ekki um okkar hag og náungans. Þjóðirnar ausa upp auðæfum jarðar og dreifa þeim út um allt og henda síðan öllu í ruslið, brenna það og grafa.

Allt sem við notum á að ganga í hring, nýta það aftur og aftur.

Þegar við höfum nýtt einhvern hlut, hverju nafni sem hann nefnist, hús, bíll, flugvél, mjólkurumbúðir, eigum við að endurnýta allt efni úr honum og endurbyggja svo aftur með nýjustu byggingatækni frá flugvéla og geimiðnaði.

Þá má byggja mun fleiri einingar úr sama efni. Allt verður 10 sinnum léttara og margfalt sterkara ef efnið er notað með þessari tækni. Við getum hætt námuvinnslu að mestu þar sem ein gömul eining verður að 10 nýjum.

Þá verður ekkert rusl, við nýtum allt aftur.

Í stað þess að moka korni í svínið, nautið eða fiðurféð eigum við að nota það sjálf. Þá dugar það í 6 til 30 sinnum fleiri menn, það fer svo mikil orka í að framleiða kjötið. Til að minnka flutninga reynum við að rækta sem mest í húsagörðum og á húsþökum.

=============

Ég mótmæli ofáti og óhollu mataræði

Við erum að springa af ofáti.

Við borðum of mikið af sykri, allskonar sælgæti, gosdrykkjum, bjór, alkohóli

og öllu sem við komum höndum yfir.

Við borðum oflítið af korni, grænmeti, ávöxtum og rótarávöxtum.

Þess vegna verðum við móttækileg fyrir allskonar kvilla og vandræði.

Þá þarf að koma upp mikilli heilsugæslu til að reyna að rumpa okkur saman aftur.

Ef við aftur á móti borðum hollan mat og höfum nægilega hreyfingu, helst með útivist og göngum, hlaupi og sundi, og hreyfingu í vinnunni, við heimilisstörf og í garðinum, þá er von til að við verðum hraustari og okkur líði betur.

Að vísu á ekki að ofkeyra sig, heldur að reyna að fá góða hvíld á milli, en

gleymdu samt ekki að gera mun meira en þú heldur þig geta, því að þannig fékk ormurinn augu.

=============

Ég mótmæli mótmælum

Ég mótmæli því að allir séu að mótmæla öllu.

Við segjum að það sé of mikið, of lítið, of stórt, of hátt, of lágt, of litað, of grátt og svona höldum við áfram. Einn er of feitur, annar of mjór, einn hefur of lág laun, annar of há laun

=============

Heyrðu mig, hvar endar þetta?

Eigum við ekki að reyna að róa okkur niður, afslappa og leita til náttúrunnar, og þess besta í eðli okkar, leyfa því góða í okkur að ná yfirhöndinni.

Er þá ekki von til að okkur fari að líða vel og að við getum þá geislað góðvildinni til annarra, í stað þess að urra í allar áttir.

=============

Leitum að því góða,

en eyðum því neikvæða með mýkt og blíðu,

þá höfum við fundið Aldingarðinn Eden.

Egilsstaðir (geimt/saved) 22.11.1995, kl.12:41 getur verið eldra, var á Ritvinna, nú 02.11.1999

Egilsstöðum, 22.11.1995, Jónas Gunnlaugsson

jonasg@ismennt.is

heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband