Verða allir neiddir til að gerast jurtaætur á næstunni.

Verða allir neiddir til að gerast jurtaætur á næstunni.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/jurtaet6.html

Verða allir neiddir til að gerast jurtaætur á næstunni.

Mengun lands og sjávar, hefur stóraukist á síðari tímum, og gagnlegt getur verið
að hyggja að afleiðingunum.

Þegar við erum að borða þorsk, erum við að borða það sem þorskurinn,
og þeir sem á undan honum eru í lífkeðjunni hafa étið.

Ef mengunin í grænþörungnum er 1, og ef 10 kg af grænþörungum þarf í 1 kg af dýrasvifi,
10 kg af dýrasvifi í 1 kg af sílum, 10 kg af sílum í 1 kg af loðnu, 10 kg af loðnu í 1 kg af þorski,
þá verður þorskurinn í sumum tilfellum 10.000 sinnum mengaðri en grænþörungurinn.

Þessi dýr anda öll að sér súrefni úr sjónum, og um leið menguninni, sem oft verður eftir í dýrinu,
og margfaldar það enn heildarmengunina.

Við útöndun og þegar affall gengur frá dýrunum, losna sum efni fljótlega,
önnur smásaman og enn önnur mjög seint.

Þetta þýðir að dýraafurðir, svo sem fiskur og kjöt eru að öðru jöfnu mun mengaðri,
en grænfóðrið sem dýrin lifa á.

Það ástand getur komið, fyrr en nokkurn grunar, að nauðsynlegt sé fyrir manninn,
að borða eingöngu fremst í lífkeðjunni, það er grænmetið, ef hann vill lífi halda fyrir eiturbrasi,
og dugar það varla til, nema snarlega sé við brugðið.

Það jákvæða við þetta er, að það neyðir manninn til að hætta þeirri heimsku,
að moka korni að jafngildi 10 til 20 dagskömmtum af mannamat í dýrin,
til að fá 1 dagskammt af kjöti.

Hámark heimskunnar væri að kornið færi í kýrnar, kýrnar í svínin, svínin í rotturnar,
rotturnar í maðkana og maðkarnir í manninn, en það sýnist gáfulegt ef stefnt er að litlu,
eða engu fyrir mikið. Þarna færu, ef til vill "10.000" dagskammtar af mannamat,
til að ""framleiða""" (afframleiða) 1 dagskammt.

Sá tími er liðinn, að maðurinn var svo þekkingar lítill, og hafði svo litla tækni,
að hann mátti nýta dýrin, samborgara sína hér á jörðinni, sem þræla sína.

Áður átu menn hver annan, síðar náungann úr næsta þorpi, og enn spendýrin, nána ættingja okkar,
og önnur dýr. Nú ber okkur að færa neyslu okkar fremst í lífkeðjuna, og raunar út úr henni,
og rækta land og sjávar jurtir til neyslu, enda verður það mun hollara og ódýrara.

Eitt kíló af þorski er hugsanlega orðið til úr 10.000 kílóum af grænþörungum.
Til að fá sama matarígildi og er í einu kílói af þorski,
þarf hugsanlega 10 til 20 kíló af grænþörungum.

Ef við notum grænþörunginn beint, þá dygðu okkur 20 kíló af 10.000 kílóum,
sem fóru í að búa til 1 kíló af þorski. þá höfum við 9980 kíló af grænþörungum afgangs,
sem geta nýst hinum dýrunum í lífkeðjunni.

Þetta sýnir, að við og hin dýrin í lífkeðjunni,
getum lifað góðu lífi ef maðurinn borðar eingöngu jurtafæðu,
eða fremst í lífkeðjunni.

Egilsstöðum, 11.12.1988, Jónas Gunnlaugsson

jonasg@ismennt.is

heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband