Fullyrðingar Obama forseta um hnattræna hlýnun eru ""kolrangar“, sagði Nóbelsverðlaunahafinn Ivar Giaever, sem hafnaði staðhæfingum forsetans um að hnattræn hlýnun af manna völdum valdi loftslagsbreytingum.

„Ég tel Obama vera snjallan mann en hann fær slæma ráðgjöf. Hnattræn hlýnun er tómt bull,“ sagði Giaever í ræðu sem ber heitið „Snúið aftur til hnattrænnar hlýnunar“. Ræðuna flutti hann 1. júlí (2015) fyrir framan vísindamenn frá 90 löndum sem sóttu 65. samkomu Nóbelsverðlaunahafa í Lindau í Þýskalandi, sem haldin er árlega.

000

Nóbelsverðlaunahafi um Obama varðandi hnattræna hlýnun: „Hr. forseti, þú hefur rangt fyrir þér.“

Tekið af vefsíðunni https://www.cnsnews.com/news/article/kathleen-brown/nobel-prize-winning-physicist-obama-dead-wrong-global-warming-0 

Eftir Kathleen Brown
17. júlí 2015

Fullyrðingar Obama forseta um hnattræna hlýnun eru „kolrangar“, sagði Nóbelsverðlaunahafinn Ivar Giaever, sem hafnaði staðhæfingum forsetans um að hnattræn hlýnun af manna völdum valdi loftslagsbreytingum.

„Ég tel Obama vera snjallan mann en hann fær slæma ráðgjöf. Hnattræn hlýnun er tómt bull,“ sagði Giaever í ræðu sem ber heitið „Snúið aftur til hnattrænnar hlýnunar“.

Ræðuna flutti hann 1. júlí (2015) fyrir framan vísindamenn frá 90 löndum sem sóttu 65. samkomu Nóbelsverðlaunahafa í Lindau í Þýskalandi, sem haldin er árlega.

Giaever, sem fæddist í Noregi og varð bandarískur ríkisborgari 1964, var einn af þremur verðlaunahöfum í eðlisfræði árið 1973.

Þrátt fyrir að hann hafi stutt Obama 2008 ásamt fleiri en 70 öðrum vísindamönnum sem unnið hafa til Nóbelsverðlauna, gagnrýnir Giaever nú fullyrðingar forsetans um loftslagsbreytingar; einkum í stefnuræðu sinni árið 2015 þar sem hann segir að „ekkert viðfangsefni sé meiri ógn við komandi kynslóðir en loftslagsbreytingar“.

„Stærsta vandamálið sem Obama stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar? Hvernig getur hann sagt þetta?“ spurði Giaever. „Ég segi þetta við Obama: ‚Afsakaðu hr. forseti, en þú hefur rangt fyrir þér.‘ Hann hefur algjörlega rangt fyrir sér ...


Hnattræn hlýnun byrjar í raun og veru með þessum mönnum: Al Gore og (fyrrverandi yfirmanni loftslagsmála Sameinuðu þjóðanna, Rajendra) Pachauri,“ hélt Giaever áfram. „Og hvað þeir gerðu – þeir gerðu þessa kúrfu vinsæla ... Og hvað mældi þessu kúrfa? Ja, þessi kúrfa mælir hver er meðalhiti í heiminum á einu ári ... á einu ári. Þannig að það er meðalhiti fyrir alla jörðina á einu ári og það mælir brot úr gráðu.


Og hvað þýðir það svo? Ég held sennilega ekkert. Ég skal útskýra nánar:

Frá 1880 til 2015 hefur hitinn aukist frá 14,85 °C til 15,65 °C – um 0,3 prósent.

Mér finnst hitastigið hafa verið ótrúlega stöðugt.


Ef ég tek sem dæmi Albany í New York-fylki þar sem ég bý, þá er stundum þar um það bil 50 gráðu hitamunur á milli sumars og vetrar þannig að myndi maður halda að hitamunur upp á 0,8 gráður á allri jörðinni hafi einhver áhrif á veðurfarið hér í Albany?

Finnst ykkur það skynsamlega ályktað?
Ég myndi segja að hnattræn hlýnun sé ekki vandamál. Látið það bara í friði, það sér um sig sjálft,“ bætti hann við.

Þann 3. júlí skrifuðu 36 Nóbelsverðlaunahafar, sem sóttu fundinn, undir Mainau-yfirlýsinguna 2015 um loftslagsbreytingar, sem bar „loftslagsbreytingar af mannavöldum“ saman við kjarnorkustríð og kallaði það „aðra ógn af sambærilegri stærðargráðu“.

En Giaever minnti samankomna vísindamenn á að loftslagsbreytingar „hafa alltaf átt sér stað, hafa átt sér stað alls staðar og hafa ekkert að gera með hnattræna hlýnun.“

„Hingað til höfum við skilið við jörðina í betra ástandi en þegar við tókum við henni og þetta mun halda áfram með einni undantekningu:

Við verðum að hætta að eyða ógnarháum, og ég meina ógnarháum, fjárupphæðum í hnattræna hlýnun. Við verðum að gera það,“ sagði hann.

Giaever hafnaði þeirri skoðun að hnattræn hlýnun af mannavöldum væri „óumdeilanlegur“ sannleikur og sagði við áheyrendur sína í Lindau að „hnattræn hlýnun sé orðin að nýjum trúarbrögðum.

Vegna þess að það má ekki ræða málin, það er ekki viðeigandi.“

En hann lét í ljósi áhyggjur af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í París seinna á árinu.

„Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þegar ráðstefnan var í Kaupmannahöfn þá urðu næstum hörmungar en ekkert var ákveðið.

En núna held ég að fólk sem er „hrakspámenn“ séu í sterkri stöðu,“ varaði hann við og sakaði það um beita hræðsluáróðri án þess að hafa gögn um hitastig til að styðja málflutning sinn.

„Ef loftslagsbreytingar duga ekki til að hræða fólk þá geta þau hrætt fólk með því að tala um öfgar í veðurfari. Það hlýtur að virka,“ grínaðist hann með og hafði orð á því að í Bandaríkjunum væri nú „lægðatímabil“ í bæði fellibylja- og hvirfilbyljavirkni.

Giaever gekk úr American Physical Society (APS) (Eðlisfræðifélagi Bandaríkjanna) árið 2011 vegna opinberrar yfirlýsingar félagsins um hnattræna hlýnun: „Sönnunargögnin eru óvefengjanleg: Hnattræn hlýnun á sér stað. Ef engum mildandi aðgerðum verður beitt þá er líklegt að miklar truflanir verði á eðlis- og vistfræðilegum kerfum jarðar, á samfélögum, og öryggi og heilsu fólks ógnað. Við verðum að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og byrja strax.“

Í tölvupósti til framkvæmdastjóra APS skrifaði hann: „Innan APS er í lagi að ræða hvort massi róteindar breytist með tímanum og hvernig fjölalheimur hagar sér en sönnunargögn um hnattræna hlýnun eru óvefengjanleg?

Þrátt fyrir að APS hafi varað við hættum hnattrænnar hlýnunar benti Giaever á í ræðu sinni að aðeins hafi verið 0,3 prósenta hækkun á meðalhita á hnattræna vísu milli 1880 og 2015 (frá 14,85 °C til 15,65 °C) sem hann kallaði „ótrúlega stöðugt“.

„Allt er að fara til fjandans. En staðreyndin er sú að á síðustu 100 árum þá höfum við mælt hitastigið, það hefur farið upp um 0,8 gráður og allt í heiminum hefur orðið betra. Við lifum betur, við höfum betri vinnu, við erum betri til heilsunnar, allt er betra – en ef við förum upp um aðrar 0,8 gráður þá deyjum við sennilega,“ sagði hann kaldhæðnislega.

Giaever sér heldur ekki ógn í auknu koltvísýringsmagni og sagði að „ef maður hefur meiri koltvísýring þá vaxa plönturnar hraðar. Það er dásamlegt en það er ekki minnst á það í tímaritinu Nature“, sem hann sakaði um að vilja „græða á tískudellunni“ (hnattrænni hlýnun).

„Ég held að meðalhiti á jörðinni sé eins og nýju fötin keisarans. Lítill strákur kallaði: „Keisarinn er ekki í neinum fötum.“ Og ég myndi hefja upp raust mína og segja að það sé ekki hægt að mæla hitastig á allri jörðinni með slíkri nákvæmni.“
Hann bætti við að „ákjósanlegt hitastig“ fyrir hnöttinn hefði aldrei verið staðfest.

„Hvert er hið ákjósanlega hitastig jarðar? Er það hitastigið sem við búum við núna? Það væri kraftaverk,“ sagði hann. „Kannski er það tveimur gráðum hærra. Kannski er það tveimur gráðum lægra. Enginn hefur sagt mér hvert er ákjósanlegt hitastig jarðar.“

000

Egilsstaðir, 03.03.2019  Jónas Gunnlaugsson

 


Bloggfærslur 3. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband