Öryrkjar, eldri borgarar, einstæðar mæður og feður, fátækt fólk, atvinnulaust fólk, einstæðingar og þeir sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eiga að vera þakklát fyrir að nú er tekið á málum hænsnanna af mikill reisn og brugðist skjótt við.

Ég trúi því að Hulda Björnsdóttir sé mikill dýravinur.

Af hverju þarf Hulda að skrifa svona?

„Öryrkjar, eldri borgarar, einstæðar mæður og feður, fátækt fólk, atvinnulaust fólk, einstæðingar og þeir sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eiga að vera þakklát fyrir að nú er tekið á málum hænsnanna af mikill reisn og brugðist skjótt við.“

000

Frá bloggi:  Hulda Björnsdóttir

1.12.2016 | 12:41

http://huldabjornsdottir.blog.is/blog/huldabjornsdottir/entry/2185782/

Í guðanna bænum bjargiði hænunum!!! Ekki hugsa um fólk sem sveltir, hænsnin eru það sem heldur þjóðfélaginu uppi!

 

Ég gafst upp á að lesa Facebook í heilan dag. Allt snérist um hænsn og hina hræðilegu meðferð sem þau fengu.

Ég er nú svo einkennileg að ég skildi ekki þessa ofsareiði sem geysaði á Facebook yfir einhverjum hæsnum!

Ég hef ekki séð svona ofsareiði yfir því hvernig búið er að mörgum íslendingum árið 2016.

Ég hef ekki heldur séð mikið talað um hinn gífurlega jólakvíða sem þjáir þá sem einhverra hluta vegna sjá ekki fram á að geta haldið jól eins og ANNAÐ FÓLK!

Hverjir voru það sem héldu ekki vatni vegna hneykslunar og samtöðu með hænsnunum? Mér sýndist það vera allir aldurshópar og allar stéttir, en kannski las ég ekki nægilega mikið af umsögnum frá þessum nýja baráttuhópi. Baráttuhópi hænsnanna!

Já, og ekki má gleyma því að jólabaksturinn er hafinn og þarf mikið af framleiðslu hænsna til þess að hann takist vel.

Ég ætti auðvitað að skammast mín fyrir að halda ekki með þessum hópi, en get þó huggað mig við að hænsna aðdáendur og baráttumenn eru MJÖG MARGIR og líklega bætist við Hænsna her sem hefur að markmiði að vernda hænsn á Íslandi.

Líklega kann ég ekki að skammast mín því ég hef meiri áhyggjur af þeim sem ekki sjá fram á að geta borðað almennilegan mat á jólunum vegna fátæktar.

Mér er líka hugsað til þeirra sem þjást af jólakvíða.

Jólakvíði er skelfilegur og liggja margs konar orsakir að baki honum.

Ég fæ martröð á hverju ári, á miðju ári, þar sem jólin eru að koma og ég hef ekki mat og jólagjafir fyrir fjölskylduna. Það er skelfilegt að vakna upp í júní frá svona draumum, bullsveitt og nötrandi.

Sem betur fer er löngu liðinn sá tími þar sem ég þarf að hafa áhyggjur af jólamatnum, hvað þá jólagjöfunum, en tilfinningin fylgir mér og mér verður hugsað til þeirra sem kvíða hátíðsdögunum.

Þung eru spor þeirra sem þurfa að leita til hjálparstofnana á þessum árs tíma.

Ætli stjórnarherrarnir skilji hve þung sporin eru? Eða hinir nýju þingmenn sem nú berjast eins og rjúpan við staurinn til þess að fá sem mest völd, hafa þeir einhvern skilning á líðan þeirra sem ekki eiga fyrir næstu máltið?

Ég efast um það, en eins og þeir vita sem lesa skrif mín þá er ég voðalega vantrúuð á að hugsjónir sem allir eru fullir af fyrir kosningar lifi af þegar komið er í valdastólana. Ég held því miður að hugsjónirnar drukkni í orðaflaumnum þar sem hver sem betur getur otar sínum tota og fær dásamleg laun fyrir að lokum.

Nei, hænsnaþjóðfélagið berst fyrir sínum og sér um að enginn eti brún egg um jólin. Skítt með þá sem ekkert eiga, þeir eru ekki hænsn og skipta ekki máli.

Öryrkjar, eldri borgarar, einstæðar mæður og feður, fátækt fólk, atvinnulaust fólk, einstæðingar og þeir sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu eiga að vera þakklát fyrir að nú er tekið á málum hænsnanna af mikill reisn og brugðist skjótt við.

Húrra fyrir Íslandi í dag.

Hulda Björnsdóttir

000

""Skammist ykkar bara, andskotans asnarnir ykkar, sem sífellt hlaupið upp eins og hænsn, við hverja inngjöf almannatengla, án nokkurar gagnrýninnar skoðunar, eða umræðu. Eggin í hvítu bökkunum eru ekki einu sinni rekjanleg“ H E Guðnason, heldur hvass.

29.11.2016 | 12:04

Egilsstaðir, 03.12.2016  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband