Það er ég, það ert þú, það erum við, sem eigum að leita lausnanna. Okkar háskólamenn, ekki síst þeir reiknisfæru, raunvísindamennirnir, eru skyldugir til að fara að hugsa upp og lesa sér til um hvernig nýja fjármálakerfið á að vera.

Erum við búnir að gleyma því að, að peningar eru aðeins bókhald.

Síðast þegar við seldum bankana, bókhaldið til fjárfesta, þá bókfærðu þeir allt til andskotans.

Þá hirtu fjárfestar flest á Íslandi.

Nú höfum við hjálpað fjárfestum til að komast með ránsfenginn, (má ég nota orðið ránsfenginn ?) til útlanda.

Er rétt að setja það fyrir dóm hvort þetta hafi verið löglegt?

Er hugsanlegt að einhverjir aðilar hafi reynt að sýna röggsemi og dugnað, en gert allar gömlu gerðirnar, og þá hjálpað fjármálakerfinu að koma ránsfengnum undan. (var það ránsfengur? Það fari fyrir dóm).

Röggsemi er ágæt, en það skiptir mestu máli að gera réttu hlutina.

Við rákum Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr Ríkisstjórninni, þegar hann skellti hurðum, og byrjaði að láta fjármálastofnanir færa eignir aftur til fólksins.

Nú stendur Trump, frammi fyrir því að breyta Federal reserve, peningabókhaldi Bandaríkjamanna.

Okkar háskólamenn, ekki síst þeir reiknisfæru, raunvísindamennirnir, eru skyldugir til að fara að hugsa upp og lesa sér til um hvernig nýja fjármálakerfið á að vera.

Það myndi hjálpa Trump til að breyta fjármálakerfinu hjá sér.

Það erum við, sem verðum að mata stjórnmálamennina á hvernig á að gera hlutina.

Ef við hugsum upp nýjar og betri leiðir, þá geta stjórnmálamennirnir farið þá slóð sem við höfum lýst upp með einföldum leiðbeiningum.

Auðvitað erum við allir í sykrinum og sexinu, og gleymdum því að ef alþýðan, það erum við, erum rugluð þá ruglast þjóðfélagið.

Ruglið okkar alþýðunnar, verður Alþingi, og svo Ríkisstjórn.

Vinsamlegast, byrja strax að finna nýju lausnirnar.

Það er ég, það ert þú, það erum við, sem eigum að leita lausnanna.

Egilsstaðir, 25.11.2016 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband