Aðallinn

Aðallinn

(Þetta er smá grin með sannleiksívafi.)

Ég er latte-lepjandi íslendingur.

Ég vil þægilega vinnu, vel borgaða.

Það er blessun að þeir eru til sem hafa vilja, kraft og getu,

til að veiða fiskinn, rækta landbúnaðarvörur, vinna byggingavinnu,

taka á móti ferðamönnum, framleiða málma, smíða brýr,

bora göng og leggja vegi.

oooo

Mér nægir ekki að allir borgi venjulega skatta.

oooo

Ég latte-lepjandi íslendingur, vil fá aukaskatt af öllum þessum

sem eru svona duglegir.

Ég ætla að kalla það auðlindaskatt.

Ég nenni ekki að vinna “skítverkin.”

oooo

Reyndar  voru það hvótagreifarnir og fjárfestar, sem komu með þessa hugmynd.

Hluta af fiskinum veiddu þeir “ekki sjálfir,”

heldur leigðu kvótann sín á milli.

oooo

Þarna tóku þeir einskonar auðlindagjald,

leigu sem varð fyrirmyndin

að auðlindagjaldinu.

Oooo

Þetta gjald varð þá til að hægt var að veðsetja kvótann, mun meira.

Þó að aðeins brot af kvótanumm væri selt á milli aðila,

nægði það til að setja ákveðið verð á kvótann.

oooo

Nú reynir hver sem betur getur, að rukka fyrir eitthvað,

en vill helst ekki veita þjónustu í staðinn.

Oft fer þessi rukkun öll í kostnað við innheimtuna.

oooo

Þetta er ekki ólíkt fjárfestunum, sem hafa komist upp með að vera milliliðir,

og lána okkur peninga út úr sjóði “0.”

SJÓÐUR "0"

oooo

Ég trúi því að við finnum góðar lausnir á þessu öllu.

oooo

Egilsstaðir, 01,04.2014   Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband